Innlent

Tvennt enn á gjörgæslu eftir slysið á Kjalarnesi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir
Tvennt er enn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabíls. Ökumaður fólksbílsins, erlendur karlmaður á fertugsaldri, lést en kona og átta börn voru í hópferðabílnum.

Þau voru öll flutt á Landspítalann en fjögur voru í fyrstu lögð inn á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa sjö af þeim sem voru í hópferðabílnum verið útskrifuð af Landspítalanum en tvennt er enn á gjörgæslu.

Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins til fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn.

Tildrög slyssins eru ókunn og óskar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í gær en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×