Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 14:47 Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. Vísir/getty Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira