Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við Lögregluna.

Hann segir fangelsismálastofnun taka ákvörðun um að geyma gæsluvarðhaldsfanga í opnu fangelsi. Metið sé hvort að fangarnir séu hættulegir hverju sinni á þeim tíma, en allir þeir sem eru geymdir í opnu fangelsi eru taldir hættulausir gagnvart umhverfi sínu og þeim treyst fyrir því að strjúka ekki.
Páll segir fremur sjaldgæft að fangar strjúki úr opnu fangelsi og það sé mikið undir fyrir þá, enda verst fyrir þá sjálfa að strjúka. Gerist þeir sekir um strok verða þeir fluttir í lokað fangelsi og hefur það áhrif á hvernig afplánun þeirra verður háttað og hvenær þeir komast á reynslulausn.
Fréttin hefur verið uppfærð.