Hafnfirðingur á sveitastjórnarkjörtímabilinu, sem er að líða Árni Stefán Árnason skrifar 17. apríl 2018 08:07 Ég er Hafnfirðingur, hef búið í bænum í 58 ár, síðan 1960. Fæddist á Sólvangi og hef fylgst vel með framförum og því sem betur hefði mátt fara við stjórn og framkvæmdir í bænum mínum kæra frá 15 ára aldri, ef ekki fyrr en ég ljósmyndaði mikið fyrir Borgarann, málgagn Félags óháðra borgara í áratugi. Kjörtímabilið, sem er að líða mun seint falla mér úr minni. Á tímabilinu hef ég ekki orðið var við að starf hins umdeilda meirihluta, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafi leitt af sér bætt lífskjör fyrir borgarana, einkum þá er rosknir eru orðnir og aðra, sem lifa við skerta heilsu. Málefni St. Jósefsspítala Eftirminnilegur atburður fyrir síðustu kosningar og tengist því þessu kjörtímabili er íbúafundur frambjóðenda í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði þar sem umræða fór fram m.a. um framtíð Sankti Jósefsspítala. Hann hafði þá verið lokaður um árabil, að ástæðulausu að flestra mati enda var það pólitískt ákvörðun, hagsmunapot þess ráðherra, sem tók ákvörðun um að loka sjúkrahúsinu en halda á sama tíma sjúkrahúsi í sínum eigin kjördæmi opnu. Mér er minnisstætt þegar oddamaður Bjartrar framtíðar, bretti upp ermarnar á íbúafundinum og fékk fundarmenn til að trúa því að sjúkrahúsmálið yrði forgangsmál hjá Bjartri framtíð, semdist með þeim flokki og öðrum um meirihlutasamstarf. Úr varð að með Sjálfstæðisflokki og BF tókst samstarfssamningur og voru málefni St. Jósefsspítala sett á meðal forgangsverkefna skv. fundargerð. Rétt er að minna á að þegar St. Jósefssystur seldu sjúkarhúsið á sínum tíma settu þær það skilyrði að þar yrði áfram rekið sjúrahús. Það loforð var svikið. Sjúkrahúsinu var lokað. Nú eru merki um að það loforð verði svikið að nýju þegar verið er að vinna að mögulegri nýtingu húsnæðisins. Það er skammarlegt og virðingarlítið við stórmerkilegt starf St. Jósefssystra við uppbyggingu sjúkrahússins, umtalaða og landsrómaða kærleiksríka umönnun þeirra við sjúklinga. Meirihlutinn, sem var myndaður eftir síðustu kosningar er, nú og sem fyrr, segir löngu ónýtur enda mun samstarfið við BF hafa verið afar erfitt að sögn Sjálfstæðismanns í bæjarstjórn. Málefni St. Jósefsspítala eru komin í allt aðra átt en en sett voru skilyrði fyrir við sölu sjúkrahússins af hálfu systranna…...í raun vita fáir hvert stefnir ef stefnan er þá nokkur. Ekkert upplýsingaflæði er til bæjarbúa um þessa eina af allra mikilvægustu stofnunum bæjarins. Því skora ég á kjósendur að vera árvökula fyrir þessar kosningar og láta ekki gabba sig aftur varðandi framtíð St. Jósefsspítala. Niðurfelling fasteignagjalda ellilífeyrisþega Ég er ekki sérfræðingur í skattarétti en hef skoðanir á skattbyrði ellilífeyrisþega. Hafnarfjarðarbær aflar tekna m.a. með innheimtu fasteignagjalda sem dreift er á 10 mánaða tímabili, ár hvert. Persónulega finnst mér það afar óeðilegt að einstaklingar, sem fjárfest hafa og eiga jafnvel skuldlausa fasteign þurfi að þola það að greiða til sveitarfélags síns fyrir afnot af full greiddri eign. Einkum þykir mér vegið illa að ellilífeyrisþegum, sem máski búa við knappan fjárhag. Þessi skattpíning, sem ég leyfi mér að kalla svo, tíðkast t.d. ekki í Englandi. Framkvæmdina þekki ég ekki í öðrum Evrópulöndum, sem við miðum gjarnan löggjöf okkar við. Mín skoðun er sú að það eiga af aflétta þessari byrði á ellilífeyrisþegum. Verði henni ekki aflétt þá er sanngjarnt þar að lánastofnanir greiði fasteignagjöldin, þ.e. af þeim hluta, sem eru eftirstöðvar lántakenda. Eftirstöðvar láns til húsnæðiskaupa eru í raun sá hluti, sem lánafyrirtækið á í viðkomandi eign og hún meira segja getur gengið að, sem veði, að uppfylltum nánari skilyrðum, verði vanskil. Þjónusta við aldraða og fatlaða Fjölskylda mín hefur aldrei þurft á liðsinni sveitarfélagsins að halda varða þjónustu fyrir fatlaða, fyrr en á þessu kjörtímabili. Móðir mín (f. 1934) glímir við verulega fötlun og sótti ég fyrir hennar hönd um svokallað P bílastæði beint fyrir utan aðalinngang heimilis hennar. Bar ég erindið undir einn af sveitarstjórnarmönnum Sjálfstæðisflokksins í heita pottinum í Suðurbæjarlauginni, sem brást við með því að segja kokhraus: talaðu við mig ef þetta verður eitthvað vandamál. Móðir mín fékk tvívegis höfnun á þessu kjörtímabili frá viðkomandi stjórnvaldi innan sveitarfélagsins, sem hefur með þessi mál að gera. Beiðni hennar var hafnað þrátt fyrir ítarlegan rökstuðning á þörf hennar og læknisvottorð. Þó hefur hún af eljusemi þjónað sínum bæ í áratugi, sem eiginkona fyrrverandi bæjarfulltrúa, föðurs míns heitins Árna Gunnlaugssonar hrl., sem sat í meirihluta í Hafnarfirði í 20 ár og flestir Hafnfirðingar þekkja. Hún þarf því ennþá, með mikilli fyrirhöfn, að fara krókaleiðir við stuðning tveggja hækja úr hýbílum sínum til þess að komast um borð í einkabifreið sína til að sinna erindum fjarri heimili. - Viðmót bæjaryfirvalda við þessari einföldu tímabundnu beiðni er sveitarstjórninni til mikillar minkunar að mínu mati. Akstursleiðir um útivistarsvæði Hafnarfjarðar Útivistarsvæði eru nokkur í kringum Hafnarfjörð. Á meðal þeirra vinsælustu er Hvaleyrarvatn. Meðfram því liggur malarvegur, sem fær einstaka sinnum, en alltof sjaldan, aðhlynningu veghefils. Er annars og oftast torfarinn á meðalstórri bifreið og til þess fallinn að valda ökutækjum tjóni. 7 km langur malarvegur þessi liggur um nokkrar krókaleiðir og endar upp við Kaldársel hvar aðra náttúruperlu má finna, Kaldána og Undirhlíðarnar. Vegurinn frá Hvaleyrarvatni til Kaldársels fær ekkert viðhald. Hann er ruddur, meðfram vatninu á veturna þegar snjóþyngsli eru og á öðrum árstímum er hann af og til heflaður. Leiðin frá honum upp í Kaldársel fær ekki viðhald. Það er dagsverk að renna yfir veginn á góðum veghefli og málið er leyst. Sveitarstjórnarmenn virðast algerlega blindir fyrir þessu enda hef ég aldrei mætt einum einasta þeirra á daglegum göngum mínum á þessum slóðum. Þó ber að geta þess að ég hef nokkrum sinnum komið ábendingu til bæjarstjórans okkar, þegar vegurinn um Hvaleyrarvatnið sjálft var orðin óboðlegur og tjónvaldandi og brást bæjarstjóri, yfirleitt, fljótt og vel við og vegurinn var komin í gott horf stuttu seinna. Húsið Dvergur Loksins gerðist það á kjörtímabilinu að húsið Dvergur á horni Lækjar- og Suðurgötu var rifið. Einhver mestu byggingarmisstök í Hafnarfirði og ekki ólíkt þeirri sveitarstjórnarhandvömm, sem stórhýsabyggðin á Norðubakkanum svokallaða er. Þó ber þess að geta að í steinhúsinu Dverg var rekið myndarlegt trésmíðaverkstæði um árabil. Hágæða handverk leit þar dagsins ljós. Ekki hef ég hugmynd um framtíð lóðarinnar frekar en framtíð annars í Hafnarfirði. Upplýsingastreymi til bæjarbúa frá stjórnvöldum er af afar skornum skammti hvað þetta varðar. Vonandi er þó að ný sveitarstjórn stígi varlega til jarðar og vandi sig við uppbyggingu lóðarinnar þar sem Dvergur stóð eða hreinlega bara tyrfi hana til að byrja með og helst til frambúðar. Frístundafjárbændur Á árum áður var all nokkuð um fjárbændur innan bæjarmarkanna. Það setti, að mínu mati, fallegan og hlýlegan svip á bæjarlífið. Ég ólst upp við þetta og það kveikti í mér mikinn dýraverndarneista og ég lærði að njóta dýra og með tímanum að hætta neyslu þeirra. Frístundafjárbændur eru ennþá algeng sjón í Færeyjum, vinaþjóð okkar hvert við sækjum gjarnan visku til. Úr Hafnarfirði minnist ég sérstaklega Arnórs bónda á Jófríðarstaðavegi, sem hélt nokkuð af sauðfé milli 1960-70, árin sem ég var barn. Þá var Ingólfur, oft nefndur sótari, með myndarlegan fjárbúskap rétt fyrir ofan kirkjugarðinn í Firðinum. Þangað gekk hann tvívegis daglega til að sinna ánum og setti ekkert veður fyrir sig. Nú hefur síðustu frístundafjárbændunum, sem voru með fé og fjárhús rétt ofan við kirkjugarðinn, verið gert að víkja, fyrir hringtorgi. Frístundafjárbændum er ekki gert hátt undir höfði í Hafnarfirði ólíkt hestamennskunni, sem hefur verið gert kleift að leggja undir sig stór landsvæði austan kirkjugarðsins, sem er vel. Fátt er fallegra en að sjá þessi tignarlegu dýr í góðum höndum. Þó veitir bærinn bréfdúfnamönnum ágætt svigrúm. Dýravernd Ég minnist þess að í upphafi kjörtímabilsins nefndi við mig sami bæjarfulltrúi og lofaði upp í ermina á sér vegna móður minna og hér áður kom fram að til stæði að móta heildstæða dýraverndarstefnu fyrir bæinn og hafði hug á að leita þekkingar minnar í þeim efnum. Ei veitir góðri dýraverndarstefnu í ört vaxandi sveitarfélagi. Af þessum fyrirætlunum bæjarfulltrúans virðist ekkert hafa orðið og er það miður. Þó er bærinn ábyrgur fyrir fuglalífi Tjarnarinnar og lækjarins. Lítið, sem ekkert er gert fyrir þau svæði þar sem bærinn lokkar fugla til sín og fuglunum ekki veitt aðstoð við að koma upp ungviði, sem ránfuglar hirða jafn óðum og það fæðist upp úr Tjörninni. Vert er að geta þess að Hafnfirðingar voru meðal fremstu dýraverndarsinna á Íslandi um árabil en um það má lesa í Dýraverndaranum, tímariti sem gefið var út á síðustu öld. Siðbætum sveitarstjórnina Ég tel það sé góðs viti að í framboði fyrir næstu kosningar hjá jafnaðarmannaflokki er guðfræðingur, sem ætlar að gefa kost á kröftum sínum nái hann brautargengi í komandi kosningum. Telja má víst að bæta þarf siðferði við stjórnun bæjarins og því má ætla að frambjóðandi með framangreinda menntun sé líklegur til hafa þau jákvæðu áhrif, sem almennt er viðurkennt að siðfræðin sem kennd er í guðfræðinámi geti leitt af sér. Hvet því kjósendur til að hugleiða slíkan kost. Samantekt Ég hef hér stiklað á stóru um ýmis málefni, sem skipta mig máli. Ég er mjög óánægður með framtaksleysi núverandi meirihluta á ýmsum sviðum í starfsemi bæjarins og hef, sem fyrr segir séð litlar framfarir, sem aukið hafa lífsgæði mín, móður minna en þó sérstaklega eldri borgara. Það er sorglegt. Því hvet ég kjósendur til að sýna samstöðu og ganga á frambjóðendur fyrir komandi kosningar og árétta við þá hvert hlutverk þeirra er og hvers er vænst af þeim en þeir þiggja há laun fyrir setu sína í sveitarstjórn. Maður væntir þess að vel launaður einstaklingur, hvar svo sem hann starfar, að eftir hann liggi gott starf. Það finnst mér ekki hafa gerst í Hafnarfirði s.l. 4 ár. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Árni Stefán Árnason Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Ég er Hafnfirðingur, hef búið í bænum í 58 ár, síðan 1960. Fæddist á Sólvangi og hef fylgst vel með framförum og því sem betur hefði mátt fara við stjórn og framkvæmdir í bænum mínum kæra frá 15 ára aldri, ef ekki fyrr en ég ljósmyndaði mikið fyrir Borgarann, málgagn Félags óháðra borgara í áratugi. Kjörtímabilið, sem er að líða mun seint falla mér úr minni. Á tímabilinu hef ég ekki orðið var við að starf hins umdeilda meirihluta, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafi leitt af sér bætt lífskjör fyrir borgarana, einkum þá er rosknir eru orðnir og aðra, sem lifa við skerta heilsu. Málefni St. Jósefsspítala Eftirminnilegur atburður fyrir síðustu kosningar og tengist því þessu kjörtímabili er íbúafundur frambjóðenda í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði þar sem umræða fór fram m.a. um framtíð Sankti Jósefsspítala. Hann hafði þá verið lokaður um árabil, að ástæðulausu að flestra mati enda var það pólitískt ákvörðun, hagsmunapot þess ráðherra, sem tók ákvörðun um að loka sjúkrahúsinu en halda á sama tíma sjúkrahúsi í sínum eigin kjördæmi opnu. Mér er minnisstætt þegar oddamaður Bjartrar framtíðar, bretti upp ermarnar á íbúafundinum og fékk fundarmenn til að trúa því að sjúkrahúsmálið yrði forgangsmál hjá Bjartri framtíð, semdist með þeim flokki og öðrum um meirihlutasamstarf. Úr varð að með Sjálfstæðisflokki og BF tókst samstarfssamningur og voru málefni St. Jósefsspítala sett á meðal forgangsverkefna skv. fundargerð. Rétt er að minna á að þegar St. Jósefssystur seldu sjúkarhúsið á sínum tíma settu þær það skilyrði að þar yrði áfram rekið sjúrahús. Það loforð var svikið. Sjúkrahúsinu var lokað. Nú eru merki um að það loforð verði svikið að nýju þegar verið er að vinna að mögulegri nýtingu húsnæðisins. Það er skammarlegt og virðingarlítið við stórmerkilegt starf St. Jósefssystra við uppbyggingu sjúkrahússins, umtalaða og landsrómaða kærleiksríka umönnun þeirra við sjúklinga. Meirihlutinn, sem var myndaður eftir síðustu kosningar er, nú og sem fyrr, segir löngu ónýtur enda mun samstarfið við BF hafa verið afar erfitt að sögn Sjálfstæðismanns í bæjarstjórn. Málefni St. Jósefsspítala eru komin í allt aðra átt en en sett voru skilyrði fyrir við sölu sjúkrahússins af hálfu systranna…...í raun vita fáir hvert stefnir ef stefnan er þá nokkur. Ekkert upplýsingaflæði er til bæjarbúa um þessa eina af allra mikilvægustu stofnunum bæjarins. Því skora ég á kjósendur að vera árvökula fyrir þessar kosningar og láta ekki gabba sig aftur varðandi framtíð St. Jósefsspítala. Niðurfelling fasteignagjalda ellilífeyrisþega Ég er ekki sérfræðingur í skattarétti en hef skoðanir á skattbyrði ellilífeyrisþega. Hafnarfjarðarbær aflar tekna m.a. með innheimtu fasteignagjalda sem dreift er á 10 mánaða tímabili, ár hvert. Persónulega finnst mér það afar óeðilegt að einstaklingar, sem fjárfest hafa og eiga jafnvel skuldlausa fasteign þurfi að þola það að greiða til sveitarfélags síns fyrir afnot af full greiddri eign. Einkum þykir mér vegið illa að ellilífeyrisþegum, sem máski búa við knappan fjárhag. Þessi skattpíning, sem ég leyfi mér að kalla svo, tíðkast t.d. ekki í Englandi. Framkvæmdina þekki ég ekki í öðrum Evrópulöndum, sem við miðum gjarnan löggjöf okkar við. Mín skoðun er sú að það eiga af aflétta þessari byrði á ellilífeyrisþegum. Verði henni ekki aflétt þá er sanngjarnt þar að lánastofnanir greiði fasteignagjöldin, þ.e. af þeim hluta, sem eru eftirstöðvar lántakenda. Eftirstöðvar láns til húsnæðiskaupa eru í raun sá hluti, sem lánafyrirtækið á í viðkomandi eign og hún meira segja getur gengið að, sem veði, að uppfylltum nánari skilyrðum, verði vanskil. Þjónusta við aldraða og fatlaða Fjölskylda mín hefur aldrei þurft á liðsinni sveitarfélagsins að halda varða þjónustu fyrir fatlaða, fyrr en á þessu kjörtímabili. Móðir mín (f. 1934) glímir við verulega fötlun og sótti ég fyrir hennar hönd um svokallað P bílastæði beint fyrir utan aðalinngang heimilis hennar. Bar ég erindið undir einn af sveitarstjórnarmönnum Sjálfstæðisflokksins í heita pottinum í Suðurbæjarlauginni, sem brást við með því að segja kokhraus: talaðu við mig ef þetta verður eitthvað vandamál. Móðir mín fékk tvívegis höfnun á þessu kjörtímabili frá viðkomandi stjórnvaldi innan sveitarfélagsins, sem hefur með þessi mál að gera. Beiðni hennar var hafnað þrátt fyrir ítarlegan rökstuðning á þörf hennar og læknisvottorð. Þó hefur hún af eljusemi þjónað sínum bæ í áratugi, sem eiginkona fyrrverandi bæjarfulltrúa, föðurs míns heitins Árna Gunnlaugssonar hrl., sem sat í meirihluta í Hafnarfirði í 20 ár og flestir Hafnfirðingar þekkja. Hún þarf því ennþá, með mikilli fyrirhöfn, að fara krókaleiðir við stuðning tveggja hækja úr hýbílum sínum til þess að komast um borð í einkabifreið sína til að sinna erindum fjarri heimili. - Viðmót bæjaryfirvalda við þessari einföldu tímabundnu beiðni er sveitarstjórninni til mikillar minkunar að mínu mati. Akstursleiðir um útivistarsvæði Hafnarfjarðar Útivistarsvæði eru nokkur í kringum Hafnarfjörð. Á meðal þeirra vinsælustu er Hvaleyrarvatn. Meðfram því liggur malarvegur, sem fær einstaka sinnum, en alltof sjaldan, aðhlynningu veghefils. Er annars og oftast torfarinn á meðalstórri bifreið og til þess fallinn að valda ökutækjum tjóni. 7 km langur malarvegur þessi liggur um nokkrar krókaleiðir og endar upp við Kaldársel hvar aðra náttúruperlu má finna, Kaldána og Undirhlíðarnar. Vegurinn frá Hvaleyrarvatni til Kaldársels fær ekkert viðhald. Hann er ruddur, meðfram vatninu á veturna þegar snjóþyngsli eru og á öðrum árstímum er hann af og til heflaður. Leiðin frá honum upp í Kaldársel fær ekki viðhald. Það er dagsverk að renna yfir veginn á góðum veghefli og málið er leyst. Sveitarstjórnarmenn virðast algerlega blindir fyrir þessu enda hef ég aldrei mætt einum einasta þeirra á daglegum göngum mínum á þessum slóðum. Þó ber að geta þess að ég hef nokkrum sinnum komið ábendingu til bæjarstjórans okkar, þegar vegurinn um Hvaleyrarvatnið sjálft var orðin óboðlegur og tjónvaldandi og brást bæjarstjóri, yfirleitt, fljótt og vel við og vegurinn var komin í gott horf stuttu seinna. Húsið Dvergur Loksins gerðist það á kjörtímabilinu að húsið Dvergur á horni Lækjar- og Suðurgötu var rifið. Einhver mestu byggingarmisstök í Hafnarfirði og ekki ólíkt þeirri sveitarstjórnarhandvömm, sem stórhýsabyggðin á Norðubakkanum svokallaða er. Þó ber þess að geta að í steinhúsinu Dverg var rekið myndarlegt trésmíðaverkstæði um árabil. Hágæða handverk leit þar dagsins ljós. Ekki hef ég hugmynd um framtíð lóðarinnar frekar en framtíð annars í Hafnarfirði. Upplýsingastreymi til bæjarbúa frá stjórnvöldum er af afar skornum skammti hvað þetta varðar. Vonandi er þó að ný sveitarstjórn stígi varlega til jarðar og vandi sig við uppbyggingu lóðarinnar þar sem Dvergur stóð eða hreinlega bara tyrfi hana til að byrja með og helst til frambúðar. Frístundafjárbændur Á árum áður var all nokkuð um fjárbændur innan bæjarmarkanna. Það setti, að mínu mati, fallegan og hlýlegan svip á bæjarlífið. Ég ólst upp við þetta og það kveikti í mér mikinn dýraverndarneista og ég lærði að njóta dýra og með tímanum að hætta neyslu þeirra. Frístundafjárbændur eru ennþá algeng sjón í Færeyjum, vinaþjóð okkar hvert við sækjum gjarnan visku til. Úr Hafnarfirði minnist ég sérstaklega Arnórs bónda á Jófríðarstaðavegi, sem hélt nokkuð af sauðfé milli 1960-70, árin sem ég var barn. Þá var Ingólfur, oft nefndur sótari, með myndarlegan fjárbúskap rétt fyrir ofan kirkjugarðinn í Firðinum. Þangað gekk hann tvívegis daglega til að sinna ánum og setti ekkert veður fyrir sig. Nú hefur síðustu frístundafjárbændunum, sem voru með fé og fjárhús rétt ofan við kirkjugarðinn, verið gert að víkja, fyrir hringtorgi. Frístundafjárbændum er ekki gert hátt undir höfði í Hafnarfirði ólíkt hestamennskunni, sem hefur verið gert kleift að leggja undir sig stór landsvæði austan kirkjugarðsins, sem er vel. Fátt er fallegra en að sjá þessi tignarlegu dýr í góðum höndum. Þó veitir bærinn bréfdúfnamönnum ágætt svigrúm. Dýravernd Ég minnist þess að í upphafi kjörtímabilsins nefndi við mig sami bæjarfulltrúi og lofaði upp í ermina á sér vegna móður minna og hér áður kom fram að til stæði að móta heildstæða dýraverndarstefnu fyrir bæinn og hafði hug á að leita þekkingar minnar í þeim efnum. Ei veitir góðri dýraverndarstefnu í ört vaxandi sveitarfélagi. Af þessum fyrirætlunum bæjarfulltrúans virðist ekkert hafa orðið og er það miður. Þó er bærinn ábyrgur fyrir fuglalífi Tjarnarinnar og lækjarins. Lítið, sem ekkert er gert fyrir þau svæði þar sem bærinn lokkar fugla til sín og fuglunum ekki veitt aðstoð við að koma upp ungviði, sem ránfuglar hirða jafn óðum og það fæðist upp úr Tjörninni. Vert er að geta þess að Hafnfirðingar voru meðal fremstu dýraverndarsinna á Íslandi um árabil en um það má lesa í Dýraverndaranum, tímariti sem gefið var út á síðustu öld. Siðbætum sveitarstjórnina Ég tel það sé góðs viti að í framboði fyrir næstu kosningar hjá jafnaðarmannaflokki er guðfræðingur, sem ætlar að gefa kost á kröftum sínum nái hann brautargengi í komandi kosningum. Telja má víst að bæta þarf siðferði við stjórnun bæjarins og því má ætla að frambjóðandi með framangreinda menntun sé líklegur til hafa þau jákvæðu áhrif, sem almennt er viðurkennt að siðfræðin sem kennd er í guðfræðinámi geti leitt af sér. Hvet því kjósendur til að hugleiða slíkan kost. Samantekt Ég hef hér stiklað á stóru um ýmis málefni, sem skipta mig máli. Ég er mjög óánægður með framtaksleysi núverandi meirihluta á ýmsum sviðum í starfsemi bæjarins og hef, sem fyrr segir séð litlar framfarir, sem aukið hafa lífsgæði mín, móður minna en þó sérstaklega eldri borgara. Það er sorglegt. Því hvet ég kjósendur til að sýna samstöðu og ganga á frambjóðendur fyrir komandi kosningar og árétta við þá hvert hlutverk þeirra er og hvers er vænst af þeim en þeir þiggja há laun fyrir setu sína í sveitarstjórn. Maður væntir þess að vel launaður einstaklingur, hvar svo sem hann starfar, að eftir hann liggi gott starf. Það finnst mér ekki hafa gerst í Hafnarfirði s.l. 4 ár. Höfundur er lögfræðingur
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun