Innlent

Líkamsárás til rannsóknar í Vestmannaeyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár.
Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur
Lögreglan fer yfir helstu verkefni hennar í Vestmanneyjum í liðinni viku en í þeirri færslu kemur fram að ósætti varð milli tveggja manna sem endaði með að annar sló hinn og er grunur um að sá sem fyrir árásinni varð sé nefbrotinn.

Þá var lögreglunni tilkynnt um skemmdir sem unnar voru á bifreið sem stóð við Kirkjuveg 26 í Eyjum. Tilkynningin barst síðdegis á laugardag en skemmdir höfðu verið unnar á vélarloki og framenda bifreiðarinnar. Ekki er vitað um hver var þarna á verki og óskar lögregla eftir upplýsingum um hugsanlegan geranda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×