Jordan Peterson Benedikt Bragi Sigurðsson skrifar 4. júní 2018 11:20 Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. Peterson er mjög umdeildur, umtalaður, hefur selt margar bækur og fær mikið áhorf á Youtube. Líklegt má telja að Peterson sé að hluta til umdeildur vegna þess að hann hefur rætt um mál sem vakið hafa upp tilfinningar og hafa í einhverjum skilningi verið í brennidepli undanfarin misseri, nefna má feminisma, málfrelsi, réttindi minnihlutahópa og öfga-stefnur í stjórnmálum. Verkefni og vandamál lífsins er hægt að leysa með notkun á tungumáli, með samræðum, rökræðum, það er eitt mikilvægasta verkfærið sem við höfum. Það er gert í stjórnmálum, á öllum skólastigum, í uppeldi, í allri starfsemi fyrirtækja, í sálfræðitíma, í spjalli yfir kaffibollum o.s.frv. Til að ná sem bestum árangri, hver svo sem markmiðin eru, getur verið mikilvægt að vanda orðaval, skilgreina hugtök og forsendur, nýta þær niðurstöður vísindalegra rannsókna sem liggja fyrir, skilja fyrirfram þekkingu þegar það á við, sýna nákvæmni og rökstyðja mál sitt. Hinn möguleikinn væri ef til vill sá að samræður tækju mið af því sem fólki finnst, að samræður byggi á mismundandi skilningi á hugtökum og forsendum hvort sem fólk áttar sig á því eða ekki, að líta fram hjá vísindalegum niðurstöðum vegna þess að alla hluti má túlka á óteljandi vegu, að halda einhverju fram á þeim grunni að það vekur upp vellíðan eða tilfinningar sem við tengjum við siðferði, að halda fast við tiltekna skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið til staðar í langan tíma, að hafa ekki skilning á fyrirfram þekkingu, eða að telja eitthvað rétt einungis vegna þess að það er vinsælt. Hvor nálgunin er líklegri til árangurs, líklegri til þess að leiða mál til lykta, uppgötva hvað er satt og rétt? Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þess sem Peterson heldur fram eða það rökrætt. Hins vegar má líta til þess að þegar Peterson tekur þátt í samræðum um ýmis erfið eða umdeild mál hefur hann alla jafna vísað í rannsóknarniðurstöður, skilgreint þau hugtök sem hann notar og sýnt nákvæmni í orðavali þannig að röksemdarfærslur og niðurstöður verði skýrari. Þar af leiðandi hlýtur það að vera af hinu góða að fá hann til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum hér á Íslandi, hvort sem við verðum sammála niðurstöðunum eða ekki. Þau sem ekki eru sammála niðurstöðum Peterson vanda sig vonandi við að færa rök fyrir máli sínu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun