Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Jón Þór Ólason skrifar 6. mars 2018 07:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun