Stóriðjuskóli Norðuráls– gott dæmi um árangursríka símenntun Hörður Baldvinsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Frá árinu 2012 hefur Norðurál á Grundartanga starfrækt stóriðjuskóla sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsfólks og jafnframt að efla starfsánægju og sjálfstraust þess. Skólinn er einn þriggja stóriðjuskóla á landinu, hinir eru reknir af Reyðaráli á Reyðarfirði í samstarfi við Austurbrú og Rio Tinto í Straumsvík í samstarfi við Mími símenntun. Í öllum þessum þremur stóriðjuskólum er kennt samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem kallast “Nám í stóriðju”. Stóriðjuskóli Norðuráls er gott dæmi um vel heppnaða og árangursríka símenntun þar sem kennslan fer að stórum hluta fram innan veggja fyrirtækisins. Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur utan um námið í nánu samstarfi við Norðurál og þannig nýtist vel annars vegar þekking starfsfólks Símenntunarmiðstöðvarinnar og hins vegar fagþekking hjá Norðuráli.Að láta gamlan draum rætast Stóriðjuskólinn er tvískiptur. Annars vegar þriggja anna grunnnám og hins vegar tveggja anna framhaldsnám. Grunnnámið, sem er ætlað ófaglærðu starfsfólki, má meta til allt að 34 eininga í framhaldsskóla. Þeir sem hafa lokið grunnnáminu geta haldið áfram og einnig stendur framhaldsnámið menntuðum iðnaðarmönnum í fyrirtækinu til boða. Í hverjum námshópi eru 15-18 nemendur og hefur reyndin verið sú að meirihluti þeirra sem lýkur grunnnáminu sækist eftir að komast áfram í framhaldsnámið. Almennt hafa nemendur verið afar áhugasamir og eflst á námstímanum. Margir þeirra hafa ekki setið á skólabekk svo árum eða áratugum skiptir, sumir fóru út á vinnumarkaðinn að loknum grunnskóla og luku því ekki framhaldsskóla. Það sama á við um nemendur Stóriðjuskólans og marga nemendur sem sækja sér nám hjá símenntunarmiðstöðvunum; stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að láta slag standa, að skrá sig til náms. Þessi ósýnilegi þröskuldur reynist mörgum erfiður en þegar óttinn við að setjast á skólabekk er að baki eykst sjálfstraustið og gleðin við að hafa látið gamlan draum rætast.Fjölbreytt nám Þó svo að kennt sé samkvæmt sömu námsskrá í stóriðjuskólunum þremur er áherslan í náminu mismunandi og tekur mið af þörfum hvers fyrirtækis. Kennsluefni fyrir Stóriðjuskóla Norðuráls hefur verið lagað að þörfum fyrirtækisins. Dæmi um námskeið í honum má nefna samskipti, stærðfræði, tölvunotkun, vélfræði, eðlisfræði, efnafræði, rafeindafræði, umhverfis- og öryggismál, eldföst efni og gæðastjórnun, stýritækni og vökvatækni. Auk námsins innan veggja Norðuráls fara nemendur í heimsóknir í fyrirtæki, t.d. til birgja Norðuráls til að kynna sér vörur eða búnað sem Norðurál nýtir sér í sinni starfsemi. Kennslan er í höndum fagaðila frá Norðuráli, starfsfólks Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og kennara frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Liður í náminu eru viðtöl náms- og starfsráðgjafa Símenntunarmiðstöðvarinnar við þátttakendur.Fjórðungur nemenda Stóriðjuskóla Norðuráls hefur farið í frekara nám Árangurinn af Stóriðjuskóla Norðuráls er að mínu mati ótvíræður. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan skólinn var settur á stofn hafa um 120 nemendur lokið þar námi. Og það sem ekki síður er ánægjulegt er að fjórðungur nemenda skólans hefur farið í frekara nám – t.d. á námsbrautina Menntastoðir, í framhaldsskóla (iðn- eða bóknám) eða á háskólabrú. Það er því augljóst að Stóriðjuskólinn er ákveðinn stökkpallur til frekara náms. Sú staðreynd að svo margir af útskrifuðum nemendum í Stóriðjuskóla Norðuráls hafa farið í frekara nám segir mér að námið þar hafi án nokkurs vafa ýtt undir áhuga nemenda til þess að halda áfram. Ég tel einnig að þessar tölur gefi skýrt til kynna að markviss símenntun inni í fyrirtækjunum skilar miklum árangri. Reynslan af Stóriðjuskóla Norðuráls undirstrikar að þegar allir þeir sem að málinu koma leggjast á eitt verður útkoman góð fyrir fyrirtækið, starfsfólk þess og þar með samfélagið allt.Höfundur er verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 hefur Norðurál á Grundartanga starfrækt stóriðjuskóla sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsfólks og jafnframt að efla starfsánægju og sjálfstraust þess. Skólinn er einn þriggja stóriðjuskóla á landinu, hinir eru reknir af Reyðaráli á Reyðarfirði í samstarfi við Austurbrú og Rio Tinto í Straumsvík í samstarfi við Mími símenntun. Í öllum þessum þremur stóriðjuskólum er kennt samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem kallast “Nám í stóriðju”. Stóriðjuskóli Norðuráls er gott dæmi um vel heppnaða og árangursríka símenntun þar sem kennslan fer að stórum hluta fram innan veggja fyrirtækisins. Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur utan um námið í nánu samstarfi við Norðurál og þannig nýtist vel annars vegar þekking starfsfólks Símenntunarmiðstöðvarinnar og hins vegar fagþekking hjá Norðuráli.Að láta gamlan draum rætast Stóriðjuskólinn er tvískiptur. Annars vegar þriggja anna grunnnám og hins vegar tveggja anna framhaldsnám. Grunnnámið, sem er ætlað ófaglærðu starfsfólki, má meta til allt að 34 eininga í framhaldsskóla. Þeir sem hafa lokið grunnnáminu geta haldið áfram og einnig stendur framhaldsnámið menntuðum iðnaðarmönnum í fyrirtækinu til boða. Í hverjum námshópi eru 15-18 nemendur og hefur reyndin verið sú að meirihluti þeirra sem lýkur grunnnáminu sækist eftir að komast áfram í framhaldsnámið. Almennt hafa nemendur verið afar áhugasamir og eflst á námstímanum. Margir þeirra hafa ekki setið á skólabekk svo árum eða áratugum skiptir, sumir fóru út á vinnumarkaðinn að loknum grunnskóla og luku því ekki framhaldsskóla. Það sama á við um nemendur Stóriðjuskólans og marga nemendur sem sækja sér nám hjá símenntunarmiðstöðvunum; stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að láta slag standa, að skrá sig til náms. Þessi ósýnilegi þröskuldur reynist mörgum erfiður en þegar óttinn við að setjast á skólabekk er að baki eykst sjálfstraustið og gleðin við að hafa látið gamlan draum rætast.Fjölbreytt nám Þó svo að kennt sé samkvæmt sömu námsskrá í stóriðjuskólunum þremur er áherslan í náminu mismunandi og tekur mið af þörfum hvers fyrirtækis. Kennsluefni fyrir Stóriðjuskóla Norðuráls hefur verið lagað að þörfum fyrirtækisins. Dæmi um námskeið í honum má nefna samskipti, stærðfræði, tölvunotkun, vélfræði, eðlisfræði, efnafræði, rafeindafræði, umhverfis- og öryggismál, eldföst efni og gæðastjórnun, stýritækni og vökvatækni. Auk námsins innan veggja Norðuráls fara nemendur í heimsóknir í fyrirtæki, t.d. til birgja Norðuráls til að kynna sér vörur eða búnað sem Norðurál nýtir sér í sinni starfsemi. Kennslan er í höndum fagaðila frá Norðuráli, starfsfólks Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og kennara frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Liður í náminu eru viðtöl náms- og starfsráðgjafa Símenntunarmiðstöðvarinnar við þátttakendur.Fjórðungur nemenda Stóriðjuskóla Norðuráls hefur farið í frekara nám Árangurinn af Stóriðjuskóla Norðuráls er að mínu mati ótvíræður. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan skólinn var settur á stofn hafa um 120 nemendur lokið þar námi. Og það sem ekki síður er ánægjulegt er að fjórðungur nemenda skólans hefur farið í frekara nám – t.d. á námsbrautina Menntastoðir, í framhaldsskóla (iðn- eða bóknám) eða á háskólabrú. Það er því augljóst að Stóriðjuskólinn er ákveðinn stökkpallur til frekara náms. Sú staðreynd að svo margir af útskrifuðum nemendum í Stóriðjuskóla Norðuráls hafa farið í frekara nám segir mér að námið þar hafi án nokkurs vafa ýtt undir áhuga nemenda til þess að halda áfram. Ég tel einnig að þessar tölur gefi skýrt til kynna að markviss símenntun inni í fyrirtækjunum skilar miklum árangri. Reynslan af Stóriðjuskóla Norðuráls undirstrikar að þegar allir þeir sem að málinu koma leggjast á eitt verður útkoman góð fyrir fyrirtækið, starfsfólk þess og þar með samfélagið allt.Höfundur er verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarstöðva
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun