Nú er lag Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun