Fótbolti

Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar hitaði upp í leiknum en var aldrei að fara að koma inn á.
Aron Einar hitaði upp í leiknum en var aldrei að fara að koma inn á. vísri/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, tók spretti með sjúkraþjálfaranum Friðriki Ellert Jónssyni eftir 2-2 jafntefli strákanna okkar gegn Gana í síðasta leik liðsins fyrir HM sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld.

Unnið er hörðum höndum að því að gera fyrirliðann kláran fyrir slaginn á móti Argentínu þann 16. júní í Moskvu en það er fyrsti leikur liðsins á HM í Rússlandi eins og allir vita. Aron Einar er meiddur og tók engan þátt í þessum síðustu leikjum liðsins fyrir brottförina til Rússlands.

Aron Einar hitaði upp með liðinu í seinni hálfleiknum en var aldrei líklegur til að koma inn á. Þessum sprettum var svo bætt við en það er góðs viti að miðjumaðurinn grjótharði sé kominn að minnsta kosti þetta langt í endurhæfingunni.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðmannafundi fyrir leikinn á móti Gana að Aron yrði klár fyrir Argentínuleikinn og nú er bara að koma honum í eins gott stand og mögulegt er áður en okkar menn mæta Messi og félögum.

Stutt myndbrot af landsliðsfyrirliðanum spretta eftir leik má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×