Lífið

Helga stal senunni á Jessie J tónleikunum þegar hún tók lagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærlega gert hjá Helgu.
Frábærlega gert hjá Helgu.
Stórstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. 

Stutt er í nýja plötu frá listakonunni. Jessie J kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni Who You Are en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi en lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim.

Skemmtilegt atvik átti sér stað á tónleikunum í gærkvöldi þegar söngkonan heimsþekkta fékk unga stúlku frá Íslandi til að syngja bút úr laginu Queen með Jessie J. Helga gerði þetta einstaklega vel og snerti greinilega við Jessie J.

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem söngkonan birtir sjálf á Instagram-síðu sinni. 

Þar fyrir neðan má hlusta á lagið sjálft. 


Tengdar fréttir

Það sem Jessie J vill baksviðs

Stórstjarnan Jessie J heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. Og eins og stórstjörnu sæmir er hún með kröfur um veitingar baksviðs.

Jessie J mætir aftur á klakann

Jessie J mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöllinni 18.apríl á næsta ári. Söngkonan kom fram á tónleikum hér á landi í september 2015. Laugardalshöll 18. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×