Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 14:38 Davis lagði hart að May forsætisráðherra að kveða skýrt á um tímamörk fyrir varaáætlun ef samningar nást ekki við ESB um viðskipti eftir Brexit. Vísir/Getty Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB. Brexit Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB.
Brexit Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira