Spennan vex með hverjum deginum sem líður og opnunarleikur keppninnar er eftir nákvæmlega eina viku.
Það er alltaf mest spennandi fyrir okkur Íslendinga að sjá í þessum spám hvort að íslenska landsliðið komist upp úr sínum riðli og inn í útsláttarkeppnina alveg eins og á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.
Telegraph hefur sett saman öðruvísi spáferli en þar fá lesendur að meta mikilvægi ákveðna þátta og sjá hvað það val hefur áhrif á HM-spána.
Pick the most and least important factors for a World Cup-winning team and we'll show you how the tournament will play out according to your selectionshttps://t.co/oNnYiJagVkpic.twitter.com/vaTzO9F5Jq
— Telegraph Football (@TeleFootball) June 7, 2018
Það er alveg ljóst að með því að setja mikið vægi á landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson og heppnina auka spámenn líkurnar á því að íslenska landsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin.
Það er öllum ljóst að litla Ísland er ekki með bestu knattspyrnumenn heims í sínu liði er liðsheildin gerir aftur á móti tilkall í að vera ein sú besta í heimi eins Lars okkar Lagerbäck þreyttist nú ekki á að tala um í viðtölum við fjölmiðla.
Þættirnir sex sem lesendur gefa einkunn eru form liðsins, saga liðsins á HM, leikmenn liðsins, þjálfarinn, sigurlíkurnar og að lokum heppnin.
Með því að fara inn á spásíðu Telegraph þá getur þú leikið að því að sjá hvaða mat muni skila íslenska landsliðinu áfram. Síðan er aðgengileg með því að smella hér.