Fótbolti

Sjáðu Mourinho ganga framhjá íslensku strákunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho sendir Ísland, Danmörku og Svíþjóð heim.
José Mourinho sendir Ísland, Danmörku og Svíþjóð heim.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að Ísland komist upp úr D-riðli HM 2018 í fótbolta og þar af leiðandi í 16 liða úrslitin.

Portúgalinn var fenginn til að spá fyrir um úrslit riðlanna og stilla upp í 16 liða úrslitin í skemmtilegu innslagi fyrir ESPN í Bretlandi og þar sendir hann Argentínu og Nígeríu áfram úr D-riðli.

„Ég held að litli kallinn vinni riðilinn,“ segir hann um Lionel Messi og Argentínu og stillir þeim upp í leik á móti Ástralíu í 16 liða úrslitum en hann hefur meiri trú á Áströlum heldur en Danmörku og Perú sem verða, samkvæmt honum, eftir í C-riðli.

„Þetta er erfitt,“ segir Mourinho er hann hugsar sig um hvaða þjóð hafnar í öðru sæti D-riðils. „Ég ætla að senda Afríkuþjóð áfram,“ bætir hann við og setur upp leik Frakklands og Nígeríu í 16 liða úrslitum.

Norðurlandaþjóðirnar verða ekki lengi í Rússlandi að mati Mourinho því hann spáir því einnig að Svíþjóð sitji eftir í F-riðli í baráttunni við Þýskaland og Mexíkó.

Innslagið má sjá hér að neðan en svo er bara að vona að hann hafi rangt fyrir sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×