Auðlindin Ísland Þórey Anna Matthíasdóttir og Jakob S. Jónsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun