Innlent

Víkur úr sal meðan brotaþoli gefur skýrslu

TG skrifar
Húsnæði Landsréttar
Húsnæði Landsréttar Vísir/Hanna
Landsréttur hefur úrskurðað að maður sem ákærður er í kynferðisbrotamáli gegn 14 ára stúlku þurfi að víkja úr þingsal á meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu.

Manninum er gefið að sök að hafa tvisvar átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði.

Lögmaður mannsins var mótfallinn þeirri kröfu réttargæslumanns brotaþola að skjólstæðingur hans fengi ekki að vera viðstaddur þegar brotaþoli gæfi skýrslu.

„Brotaþoli var einungis 14 ára gömul er ætlað brot var framið. Er hún orðin 16 ára í dag. Ætlað brot ákærða er alvarlegt. Af framangreindu og því sem fram kemur í vottorði sálfræðingsins virtu telur dómari að hagsmunir brotaþola, af því að geta gefið skýrslu án nærveru ákærða, vegi þyngra en hagsmunir ákærða af því að vera viðstaddur skýrslugjöf hennar,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×