Í myndbandinu lesa nokkrir karlmenn upp sögur kvenna sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.
Meðal þeirra karla sem taka þátt í herferðinni eru rapparin Króli, fyrrum kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, Freyr Alexandersson og leikarinn Valur Freyr Einarsson svo einhverjir séu nefndir.
Myndbandið er hluti af #HeForShe herferðinni og ber það myllumerki ásamt myllumerkinu #ínafniallrakvenna.
Í lok myndbandsins birtast svo skilaboð þar sem áhorfendur eru kvattir til að fordæma kyndbundið ofbeldi á vef UN Women.
Rétt er að vara lesendur við grófum lýsingum af kynferðislegu ofbeldi í myndbandinu.