Háskólinn í Reykjavík meðal 350 bestu háskóla heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 15:24 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist stoltur af árangri skólans. Vísir/vilhelm Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum. Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum.
Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38