Tæplega 640 fjölskyldur á biðlista eftir greiningu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:00 Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira