Mannréttinda- og lýðræðissamfélag fyrir alla Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:00 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar