Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. 70-76 Þór Þ. | Þór Þorlákshöfn eygir enn von Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. mars 2018 21:45 Eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni Vísir/eyþór Þór Þorlákshöfn hélt möguleikanum um sæti í úrslitakeppni opnum með því að vinna sex stiga sigur á nöfnum sínum frá Akureyri þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 17-8. Gestirnir náðu svo að koma sér af stað í öðrum leikhluta og höfðu fimm stiga forskot í hálfleik. Það var ekki mikill munur á milli liðanna lengstum en þegar líða fór á leikinn tóku gestirnir frumkvæðið og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur þó fallnir Akureyringar hafi aldrei kastað inn hvíta handklæðinu. Lokatölur 70-76 fyrir Þór Þorlákshöfn.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn?Leikurinn fór vægast sagt rólega af stað en heimamenn voru þó öllu líflegri og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það var ekki að sjá á Þór Þ. að leikurinn skipti þá nokkru máli. Í öðrum leikhluta vöknuðu gestirnir hægt og rólega af þessum væra blundi og náðu að fara inn í hálfleik með fimm stiga forskot. Leikurinn hélt áfram að vera í jafnvægi þar til að gestunum tókst að binda saman lausa enda í varnarleiknum undir lok þriðja leikhluta og nýttu þeir það til að byggja upp góða forystu fyrir lokakaflann.Bestu menn vallarins Það er hreinlega erfitt að taka einhvern út eftir þennan leik. Það var ekki fyrr en ÞorlákshafnarÞórsarar fóru að spila þokkalega vörn að þeir sigu fram úr en fáir leikmenn á vellinum spiluðu vel sóknarlega. Til að nefna einhverja þá virtist Emil Karel Einarsson vera með algjört skotleyfi utan þriggja stiga línunnar og þaðan komu nokkur mikilvæg stig fyrir gestina. Þá sýndi Halldór Garðar Hermannsson svo loks hvers hann er megnugur í fjórða leikhlutanum og má segja að hann hafi dregið liðið sitt í mark. Það mæddi mikið á Nino D´Angelo Johnson hjá heimamönnum og komst hann ágætlega frá sínu. Reif niður 22 fráköst auk þess að skora 19 stig.Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða gekk illa að byrja leikinn. Fyrsta karfa leiksins kom eftir tæpar þrjár mínútur og aðeins voru skoruð samtals 25 stig í fyrsta leikhluta. Leikmenn rönkuðu aðeins við sér þegar á leið þó leikurinn hafi aldrei nokkurn tímann náð miklum hæðum.Hvað er næst? Akureyringar kveðja Dominos deildina í Grindavík í lokaumferðinni á meðan Þór Þorlákshöfn fer í Frostaskjólið og veltur það á úrslitum í leik Stjörnunnar og Keflavíkur á morgun hvort Þorlákshafnarliðið verði enn í séns í lokaumferðinni. Einar Árni: Enginn sem kom að leiknum átti góðan dagEinar Árni á hliðarlínunni í vetur.vísir/antonEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þ., var hæfilega ánægður í leikslok en viðurkenndi að honum væri nokkuð sama um gæði leiksins þar sem liðið fékk tvö stigin sem þeir þurftu svo nauðsynlega á að halda. ,Mikil ánægja með að vinna. Það var það eina sem skipti máli í kvöld til að halda þrýstingi á Stjörnumenn. Gæði leiksins voru ekki upp á marga fiska. Mér fannst enginn sem kom að leiknum eiga góðan dag. En það var barátta og kraftur í okkar og mér er nokkuð sama þó gæðin hafi ekki verið til staðar. Tvö stig og áfram gakk,” sagði Einar Árni. Þór Þorlákshöfn þarf að treysta á að Stjarnan tapi báðum leikjunum sem Garðbæingarnir eiga eftir og svo þarf Þorlákshafnarliðið sigur gegn KR í lokaumferðinni. ,,Við þurfum að gera miklu betur þar. Við fylgjumst spenntir með leik morgundagsins og ef að það fer vel er allt í einu orðinn möguleiki í síðustu umferðinni. Það er ekkert frábært að vera að mæta KR á þessum tíma ársins. Þeir eru á leiðinni inn í úrslitakeppni og hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið.” ,,KR er besta lið landsins mörg undanfarin ár og við þurfum að spila miklu betur en við gerðum hér í kvöld til að vinna þá. Það er klárt,” sagði Einar Árni, ákveðinn, að lokum. Hjalti: Skandall að Akureyri eigi ekki úrvalsdeildarlið í körfuboltaHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs.Vísir/ErnirHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs Ak., var nokkuð brattur þrátt fyrir tapið en Akureyringar voru eingöngu að spila upp á stoltið þar sem liðið féll úr deildinni á föstudag. ,,Ég er ánægður með að strákarnir mættu gíraðir í leikinn þrátt fyrir fallið. Menn nutu þess að spila og voru að berjast. Það er fyrir öllu,” sagði Hjalti. Hann segir framtíðina ekki algjörlega á hreinu enn sem komið er en er sannfærður um að Þór Akureyri muni snúa fljótt aftur í Dominos deildina. ,,Ég er með þriggja ára samning en við tölum saman, ég og stjórnin, og förum yfir þau mál. Það er ekki búið að ákveða eitt né neitt í því. Við ætlum klárlega upp aftur. Þór á að vera í Dominos deildinni og það er í raun skandall að Akureyri skuli ekki eiga gott úrvalsdeildarlið í körfubolta og vera á meðal þeirra bestu,” segir Hjalti. Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn hélt möguleikanum um sæti í úrslitakeppni opnum með því að vinna sex stiga sigur á nöfnum sínum frá Akureyri þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 17-8. Gestirnir náðu svo að koma sér af stað í öðrum leikhluta og höfðu fimm stiga forskot í hálfleik. Það var ekki mikill munur á milli liðanna lengstum en þegar líða fór á leikinn tóku gestirnir frumkvæðið og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur þó fallnir Akureyringar hafi aldrei kastað inn hvíta handklæðinu. Lokatölur 70-76 fyrir Þór Þorlákshöfn.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn?Leikurinn fór vægast sagt rólega af stað en heimamenn voru þó öllu líflegri og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta. Það var ekki að sjá á Þór Þ. að leikurinn skipti þá nokkru máli. Í öðrum leikhluta vöknuðu gestirnir hægt og rólega af þessum væra blundi og náðu að fara inn í hálfleik með fimm stiga forskot. Leikurinn hélt áfram að vera í jafnvægi þar til að gestunum tókst að binda saman lausa enda í varnarleiknum undir lok þriðja leikhluta og nýttu þeir það til að byggja upp góða forystu fyrir lokakaflann.Bestu menn vallarins Það er hreinlega erfitt að taka einhvern út eftir þennan leik. Það var ekki fyrr en ÞorlákshafnarÞórsarar fóru að spila þokkalega vörn að þeir sigu fram úr en fáir leikmenn á vellinum spiluðu vel sóknarlega. Til að nefna einhverja þá virtist Emil Karel Einarsson vera með algjört skotleyfi utan þriggja stiga línunnar og þaðan komu nokkur mikilvæg stig fyrir gestina. Þá sýndi Halldór Garðar Hermannsson svo loks hvers hann er megnugur í fjórða leikhlutanum og má segja að hann hafi dregið liðið sitt í mark. Það mæddi mikið á Nino D´Angelo Johnson hjá heimamönnum og komst hann ágætlega frá sínu. Reif niður 22 fráköst auk þess að skora 19 stig.Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða gekk illa að byrja leikinn. Fyrsta karfa leiksins kom eftir tæpar þrjár mínútur og aðeins voru skoruð samtals 25 stig í fyrsta leikhluta. Leikmenn rönkuðu aðeins við sér þegar á leið þó leikurinn hafi aldrei nokkurn tímann náð miklum hæðum.Hvað er næst? Akureyringar kveðja Dominos deildina í Grindavík í lokaumferðinni á meðan Þór Þorlákshöfn fer í Frostaskjólið og veltur það á úrslitum í leik Stjörnunnar og Keflavíkur á morgun hvort Þorlákshafnarliðið verði enn í séns í lokaumferðinni. Einar Árni: Enginn sem kom að leiknum átti góðan dagEinar Árni á hliðarlínunni í vetur.vísir/antonEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þ., var hæfilega ánægður í leikslok en viðurkenndi að honum væri nokkuð sama um gæði leiksins þar sem liðið fékk tvö stigin sem þeir þurftu svo nauðsynlega á að halda. ,Mikil ánægja með að vinna. Það var það eina sem skipti máli í kvöld til að halda þrýstingi á Stjörnumenn. Gæði leiksins voru ekki upp á marga fiska. Mér fannst enginn sem kom að leiknum eiga góðan dag. En það var barátta og kraftur í okkar og mér er nokkuð sama þó gæðin hafi ekki verið til staðar. Tvö stig og áfram gakk,” sagði Einar Árni. Þór Þorlákshöfn þarf að treysta á að Stjarnan tapi báðum leikjunum sem Garðbæingarnir eiga eftir og svo þarf Þorlákshafnarliðið sigur gegn KR í lokaumferðinni. ,,Við þurfum að gera miklu betur þar. Við fylgjumst spenntir með leik morgundagsins og ef að það fer vel er allt í einu orðinn möguleiki í síðustu umferðinni. Það er ekkert frábært að vera að mæta KR á þessum tíma ársins. Þeir eru á leiðinni inn í úrslitakeppni og hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið.” ,,KR er besta lið landsins mörg undanfarin ár og við þurfum að spila miklu betur en við gerðum hér í kvöld til að vinna þá. Það er klárt,” sagði Einar Árni, ákveðinn, að lokum. Hjalti: Skandall að Akureyri eigi ekki úrvalsdeildarlið í körfuboltaHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs.Vísir/ErnirHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs Ak., var nokkuð brattur þrátt fyrir tapið en Akureyringar voru eingöngu að spila upp á stoltið þar sem liðið féll úr deildinni á föstudag. ,,Ég er ánægður með að strákarnir mættu gíraðir í leikinn þrátt fyrir fallið. Menn nutu þess að spila og voru að berjast. Það er fyrir öllu,” sagði Hjalti. Hann segir framtíðina ekki algjörlega á hreinu enn sem komið er en er sannfærður um að Þór Akureyri muni snúa fljótt aftur í Dominos deildina. ,,Ég er með þriggja ára samning en við tölum saman, ég og stjórnin, og förum yfir þau mál. Það er ekki búið að ákveða eitt né neitt í því. Við ætlum klárlega upp aftur. Þór á að vera í Dominos deildinni og það er í raun skandall að Akureyri skuli ekki eiga gott úrvalsdeildarlið í körfubolta og vera á meðal þeirra bestu,” segir Hjalti.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti