Borguðu drottningunni minna en prinsinum Ritstjórn skrifar 14. mars 2018 10:00 Claire Foy og Matt Smith. Glamour/Getty Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Bretadrottning í fyrstu tveimur seríunum af The Crown en Matt Smith sem lék eiginmann hennar, Philip prins. Þetta staðfestu framleiðendur þáttana vinsælu sem er sýndur á Netflix á ráðstefnu í Jerúsalem á dögunum en bætu svo við að þetta muni ekki gerast aftur. „Enginn mun fá meira borgað en drottningin í næstu seríum.“ Foy fékk borgað um fjórar milljónir íslenskra króna á þátt og Smith meira. Ástæðan fyrir því að Smith fékk meira borgað en Foy í fyrstu tveimur seríunum sögðu þau vera vegna þess að hann var frægari en hún í byrjun en Smith fór með aðalhlutverkið í þáttunum Doctor Who áður en hann tók að sér hlutverk prinsins. Launamunur kynjanna hefur verið heitt umræðuefni í kvikmyndageiranum undanfarið og sífellt fleiri að stíga fram og segja frá sinni upplifun. Þó að þetta sé auðvitað hrópandi óréttlæti þá er jákvætt að verið sé að tala um þetta og stíga þau skref að jafna út launamuninn í næstu seríum, það mun þó að ekki gagnast Foy neitt en hún er hætt og breska leikkonan Olivia Coleman að taka við keflinu í 3 seríunni. Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Dolly Parton syngur um augnförðun Adele Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Mariah Carey hannar jólalínu ásamt MAC Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour
Leikkonan Claire Foy fékk minna borgað fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Bretadrottning í fyrstu tveimur seríunum af The Crown en Matt Smith sem lék eiginmann hennar, Philip prins. Þetta staðfestu framleiðendur þáttana vinsælu sem er sýndur á Netflix á ráðstefnu í Jerúsalem á dögunum en bætu svo við að þetta muni ekki gerast aftur. „Enginn mun fá meira borgað en drottningin í næstu seríum.“ Foy fékk borgað um fjórar milljónir íslenskra króna á þátt og Smith meira. Ástæðan fyrir því að Smith fékk meira borgað en Foy í fyrstu tveimur seríunum sögðu þau vera vegna þess að hann var frægari en hún í byrjun en Smith fór með aðalhlutverkið í þáttunum Doctor Who áður en hann tók að sér hlutverk prinsins. Launamunur kynjanna hefur verið heitt umræðuefni í kvikmyndageiranum undanfarið og sífellt fleiri að stíga fram og segja frá sinni upplifun. Þó að þetta sé auðvitað hrópandi óréttlæti þá er jákvætt að verið sé að tala um þetta og stíga þau skref að jafna út launamuninn í næstu seríum, það mun þó að ekki gagnast Foy neitt en hún er hætt og breska leikkonan Olivia Coleman að taka við keflinu í 3 seríunni.
Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Rokkuð rómantík hjá Heard Glamour Dolly Parton syngur um augnförðun Adele Glamour Send heim fyrir að mæta á Alþingi í lopapeysu Glamour Kardashian fjölskyldan rænd í annað sinn Glamour Mariah Carey hannar jólalínu ásamt MAC Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour