Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún. Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún.
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45