Landspítalinn gæti tafist í tíu ár Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað. Vísir/GVA Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira