Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 23:57 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos. Vísir/AFP Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira