Nemendur velja sjálfir hvort þeir taki samræmdu prófin aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Stefán Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22