Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 11:52 Theresa May boðar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna árásarinnar á Skripal. vísir/getty Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00