Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2018 19:45 Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september. Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september.
Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15