Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 77-86│Keflvíkingar unnu á Hlíðarenda Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. desember 2018 23:00 Gunnar Ólafsson var frábær hjá Keflavík í kvöld og skoraði 30 stig. vísir/bára Keflavík mætti í Origo höllina í kvöld á heimili Valsmanna í Dominos deild karla í körfubolta. Heimamenn fóru hægt af stað og lentu snemma 11-2 undir er Keflvíkingar fóru hamförum. Þeir slökuðu þó full mikið á bensíngjöfinni og hleyptu heimamönnum aftur í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-18, Keflavík í vil. Annar leikhluti var ansi handahófskendur er bæði lið áttu erfitt með að ná sér á strik í sókninni og fengu áhorfendur að sjá fullt af undarlegum skotum og ákvörðunartökum sem settu strik í reikningin fyrir bæði lið. Hvorugt liðið náði að setja mark sitt á leikinn þá og er flautann gall fyrir lok annars leikhluta var staðan 35-34, Keflavík áfram yfir. Nú var upplagt að fá spennandi leik í síðustu tveimur leikhlutunum en því miður fyrir þá hlutlausu áhorfendur og stuðningsmenn Vals mættu heimamenn inn í þriðja leikhlutann líkt og þeir væru ný mættir af þriggja daga helgi á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Valsmenn gátu hreinlega ekkert í þriðja leikhluta á meðan Keflavík stakk þá af með frábærum varnar- og sóknarleik. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 65-51, gestunum í vil. En líkt og í fyrsta leikhluta gerðu Keflvíkingar sig líklega til að hleypa Valsmönnum aftur inn í leikinn og náðu heimamenn að minnka muninn í 5 stig. Þá var líkt og Keflvíkingar náðu að vakna aftur til lífsins og þeir sigldu þessu á endanum þægilega heim með 86-77 sigri. Keflvíkingar eru því núna, eftir fyrstu 10 umferðirnar, með 8-2 sigurhlutfall en Valsmenn eru með 3-7 og sitja nálægt botni deildarinnar.Afhverju vann Keflavík? Fyrst og fremst var það varnarleikurinn en hjá andstæðingunum var heitasti biti deildarinnar í dag, Kendall Anthony, en fyrir leik var hann með í fyrstu sex leikjum sínum að meðaltali 32 stig og 69% þriggja stiga nýtingu úr 35 skotum. Ljóst var að til að vinna þennan leik varð Keflavík að loka á Kendall Anthony og það gerðu þeir með meiru. Kendall var einungis með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutanna og náði á endanum að vippa sér upp í 17 stig með fínni frammistöðu í 4. leikhluta. Þessi varnarleikur skóp þennan sigur. Ég held að það sé ekki hægt að draga neitt úr því.Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa allan leikinn að ná tökum á leiknum. Sama hvað þeir gerðu þá voru Keflvíkingar alltaf skrefinu á undan og eins og áður kom fram náðu þeir litlu sem engu úr Kendall Anthony. Og þessi þriðji leikhluti....Ó hvílík hörmung. Ég er viss um að ef mér hefði verið rétt Vals treyja og fengið að spreyta mig á parketinu þá hefði ég getað gert ýmislegt betur en það sem ég þurfti að horfa upp á. Og ég er satt að segja hörmulegur í körfubolta og hef alltaf verið. Ég býst ekki við því að Ágúst hringi í mig í bráð og bjóði mér samning en ég vona að hann finni lausn á þessu og passi að þetta komi ekki fyrir aftur.Þessir stóðu upp úr Gunnar Ólafsson var fáránlegur í þessum leik og ég meina það á besta mögulega hátt. Hann nýtti 9 af 12 tveggja stiga skotum og 4 af 5 þriggja stiga og endaði með 30 stig. Þar að auki pakkaði hann Vals sókninni saman með frábærum varnarleik. Keflavíkur liðið á marga kandídata til að nefna hér á nafn en Gunnar var í sérflokki í kvöld. Maður leiksins og það er ekki í boði að rökræða það eitthvað frekar.Hvað gerist næst? Keflavík fær Stólana frá Sauðarkróki í heimsókn og Valur heldur á Þorlákshöfn þar sem liðið mætir Þór. Svo er það bara jólamatur og pakkar áður en deildin fer aftur af stað eftir jólafrí. Ágúst: Voru ekki tilbúnir að spila gegn svona góðri vörnÁgúst ræðir við sína menn í kvöldVísir/BáraÁgúst Björgvinsson, þjálfari Vals var ekki jafn sáttur og Sverrir mótherji hans í leikslok en hann hrósaði Keflavík fyrir frábæran varnarleik. „Keflvíkingar spiluðu mjög stífa vörn á hann (Anthony) og leikáætlun þeirra gekk upp. Við vorum kannski ekki nógu tilbúnir að spila gegn svona toppliði þegar það spilar jafn góða vörn og þeir gerðu í dag. Við þurfum að finna lausnir við því,“ sagði Ágúst sem sagði margt hefði betur mátt fara í leik Vals í kvöld. „Þeir voru að fá allt of auðveldar körfur og fráköst þó svo að við séum hærri í loftinu en þeir. Þriðji leikhlutinn var mjög slakur hjá okkur en við komum ágætlega til baka en það vantaði smá upp á hjá okkur.“ Aðspurður hvort hann myndi skoða leikinn betur í ljósi þess hve lítið kom út úr Kendall Anthony sagði hann það vera ótímabært og bætti við að leikmaðurinn hefði verið að kljást við veikindi. „Þetta er bara einn leikur og hann er búinn að vera veikur síðan við spiluðum síðast. Hann var dauðþreyttur hérna og hálf orkulaus en ég tek ekkert af Keflavíkur vörninni.“ Sverrir Þór: Lögðum upp með að stöðva Kendall AnthonySverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/ernir„Virkilega ánægður með strákana þó svo að þetta hafi ekki verið gallalaust. Við lögðum upp með að stoppa Kanann þeirra. Gunni og Hörður Axel voru á honum með hjálp frá stóru mönnunum í liðinu frá fyrstu mínútu,“ sagði Sverrir, þjálfari Keflvíkinga, eftir góðan 86-77 sigur á Valsmönnum. Eins og hann sagði þá lagði Keflavík upp með að stöðva Kendall Anthony sem átti erfitt updráttar eftir að hafa verið óstöðvandi í fyrstu sex leikjum sínum hjá Val. „Þetta er leikmaður sem hefur spilað á miklu hærra sviði en hér og fyrir þennan leik var hann með hátt upp í 70% þriggja stiga nýtingu sem er galið,“ sagði Sverrir en hans menn náðu að stöðva Kendall sem endaði með 17 stig en var þó einungis með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutanna. „Við vorum búnir að ræða hvað við urðum að gera til að stöðva hann og það varð allt að ganga upp. Strákarnir þurftu að treysta á hvorn annan og það skilaði þessum sigri að stórum hluta,“ sagði Sverrir en Keflavík er nú í bullandi toppbaráttu með 8-2 sigurhlutfall. Gunnar: Þetta var bara svona dagur, það fór allt ofan íGunnar var frábær í vörn Keflavíkur í dag.Vísir/Bára„Ég hitti ágætlega. Ég held þetta hafi verið bara þannig dagur. Það fór allt ofan í,“ sagði óstövðandi Gunnar Ólafsson sem hitti 9/12 í tveggja stiga skotum og 4/5 þriggja stiga og endaði með 30 stig. Hann sagði þó að vörnin hefði verið lykilinn af þessum sigri en Gunnar var drjúgur á þeim enda vallarins líka og átti stóran þátt í að kæfa sóknarleik Valsmanna. „Vörnin skóp þennan sigur. Vorum heppnir líka að sóknin datt í gang á réttum tímum,“ sagði Gunnar og segir að Keflavík þurfi að passa sig á að hleypa andstæðingum ekki aftur inn í leiki eftir að ná í góða forystu. „Við þurfum að gera betur og stíga á bensíngjöfina þegar við náum góðri forystu en þetta er kaflaskipt íþrótt. Bæði lið skiptast á að gera áhlaup og við þurfum að standast þau.“ En ætlar Gunnar að taka þetta með sér í næstu leiki, fyrir og eftir jólafrí? „Ég ætla að reyna það,“ sagði skælbrosandi Gunnar. Dominos-deild karla
Keflavík mætti í Origo höllina í kvöld á heimili Valsmanna í Dominos deild karla í körfubolta. Heimamenn fóru hægt af stað og lentu snemma 11-2 undir er Keflvíkingar fóru hamförum. Þeir slökuðu þó full mikið á bensíngjöfinni og hleyptu heimamönnum aftur í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-18, Keflavík í vil. Annar leikhluti var ansi handahófskendur er bæði lið áttu erfitt með að ná sér á strik í sókninni og fengu áhorfendur að sjá fullt af undarlegum skotum og ákvörðunartökum sem settu strik í reikningin fyrir bæði lið. Hvorugt liðið náði að setja mark sitt á leikinn þá og er flautann gall fyrir lok annars leikhluta var staðan 35-34, Keflavík áfram yfir. Nú var upplagt að fá spennandi leik í síðustu tveimur leikhlutunum en því miður fyrir þá hlutlausu áhorfendur og stuðningsmenn Vals mættu heimamenn inn í þriðja leikhlutann líkt og þeir væru ný mættir af þriggja daga helgi á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Valsmenn gátu hreinlega ekkert í þriðja leikhluta á meðan Keflavík stakk þá af með frábærum varnar- og sóknarleik. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 65-51, gestunum í vil. En líkt og í fyrsta leikhluta gerðu Keflvíkingar sig líklega til að hleypa Valsmönnum aftur inn í leikinn og náðu heimamenn að minnka muninn í 5 stig. Þá var líkt og Keflvíkingar náðu að vakna aftur til lífsins og þeir sigldu þessu á endanum þægilega heim með 86-77 sigri. Keflvíkingar eru því núna, eftir fyrstu 10 umferðirnar, með 8-2 sigurhlutfall en Valsmenn eru með 3-7 og sitja nálægt botni deildarinnar.Afhverju vann Keflavík? Fyrst og fremst var það varnarleikurinn en hjá andstæðingunum var heitasti biti deildarinnar í dag, Kendall Anthony, en fyrir leik var hann með í fyrstu sex leikjum sínum að meðaltali 32 stig og 69% þriggja stiga nýtingu úr 35 skotum. Ljóst var að til að vinna þennan leik varð Keflavík að loka á Kendall Anthony og það gerðu þeir með meiru. Kendall var einungis með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutanna og náði á endanum að vippa sér upp í 17 stig með fínni frammistöðu í 4. leikhluta. Þessi varnarleikur skóp þennan sigur. Ég held að það sé ekki hægt að draga neitt úr því.Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa allan leikinn að ná tökum á leiknum. Sama hvað þeir gerðu þá voru Keflvíkingar alltaf skrefinu á undan og eins og áður kom fram náðu þeir litlu sem engu úr Kendall Anthony. Og þessi þriðji leikhluti....Ó hvílík hörmung. Ég er viss um að ef mér hefði verið rétt Vals treyja og fengið að spreyta mig á parketinu þá hefði ég getað gert ýmislegt betur en það sem ég þurfti að horfa upp á. Og ég er satt að segja hörmulegur í körfubolta og hef alltaf verið. Ég býst ekki við því að Ágúst hringi í mig í bráð og bjóði mér samning en ég vona að hann finni lausn á þessu og passi að þetta komi ekki fyrir aftur.Þessir stóðu upp úr Gunnar Ólafsson var fáránlegur í þessum leik og ég meina það á besta mögulega hátt. Hann nýtti 9 af 12 tveggja stiga skotum og 4 af 5 þriggja stiga og endaði með 30 stig. Þar að auki pakkaði hann Vals sókninni saman með frábærum varnarleik. Keflavíkur liðið á marga kandídata til að nefna hér á nafn en Gunnar var í sérflokki í kvöld. Maður leiksins og það er ekki í boði að rökræða það eitthvað frekar.Hvað gerist næst? Keflavík fær Stólana frá Sauðarkróki í heimsókn og Valur heldur á Þorlákshöfn þar sem liðið mætir Þór. Svo er það bara jólamatur og pakkar áður en deildin fer aftur af stað eftir jólafrí. Ágúst: Voru ekki tilbúnir að spila gegn svona góðri vörnÁgúst ræðir við sína menn í kvöldVísir/BáraÁgúst Björgvinsson, þjálfari Vals var ekki jafn sáttur og Sverrir mótherji hans í leikslok en hann hrósaði Keflavík fyrir frábæran varnarleik. „Keflvíkingar spiluðu mjög stífa vörn á hann (Anthony) og leikáætlun þeirra gekk upp. Við vorum kannski ekki nógu tilbúnir að spila gegn svona toppliði þegar það spilar jafn góða vörn og þeir gerðu í dag. Við þurfum að finna lausnir við því,“ sagði Ágúst sem sagði margt hefði betur mátt fara í leik Vals í kvöld. „Þeir voru að fá allt of auðveldar körfur og fráköst þó svo að við séum hærri í loftinu en þeir. Þriðji leikhlutinn var mjög slakur hjá okkur en við komum ágætlega til baka en það vantaði smá upp á hjá okkur.“ Aðspurður hvort hann myndi skoða leikinn betur í ljósi þess hve lítið kom út úr Kendall Anthony sagði hann það vera ótímabært og bætti við að leikmaðurinn hefði verið að kljást við veikindi. „Þetta er bara einn leikur og hann er búinn að vera veikur síðan við spiluðum síðast. Hann var dauðþreyttur hérna og hálf orkulaus en ég tek ekkert af Keflavíkur vörninni.“ Sverrir Þór: Lögðum upp með að stöðva Kendall AnthonySverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/ernir„Virkilega ánægður með strákana þó svo að þetta hafi ekki verið gallalaust. Við lögðum upp með að stoppa Kanann þeirra. Gunni og Hörður Axel voru á honum með hjálp frá stóru mönnunum í liðinu frá fyrstu mínútu,“ sagði Sverrir, þjálfari Keflvíkinga, eftir góðan 86-77 sigur á Valsmönnum. Eins og hann sagði þá lagði Keflavík upp með að stöðva Kendall Anthony sem átti erfitt updráttar eftir að hafa verið óstöðvandi í fyrstu sex leikjum sínum hjá Val. „Þetta er leikmaður sem hefur spilað á miklu hærra sviði en hér og fyrir þennan leik var hann með hátt upp í 70% þriggja stiga nýtingu sem er galið,“ sagði Sverrir en hans menn náðu að stöðva Kendall sem endaði með 17 stig en var þó einungis með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutanna. „Við vorum búnir að ræða hvað við urðum að gera til að stöðva hann og það varð allt að ganga upp. Strákarnir þurftu að treysta á hvorn annan og það skilaði þessum sigri að stórum hluta,“ sagði Sverrir en Keflavík er nú í bullandi toppbaráttu með 8-2 sigurhlutfall. Gunnar: Þetta var bara svona dagur, það fór allt ofan íGunnar var frábær í vörn Keflavíkur í dag.Vísir/Bára„Ég hitti ágætlega. Ég held þetta hafi verið bara þannig dagur. Það fór allt ofan í,“ sagði óstövðandi Gunnar Ólafsson sem hitti 9/12 í tveggja stiga skotum og 4/5 þriggja stiga og endaði með 30 stig. Hann sagði þó að vörnin hefði verið lykilinn af þessum sigri en Gunnar var drjúgur á þeim enda vallarins líka og átti stóran þátt í að kæfa sóknarleik Valsmanna. „Vörnin skóp þennan sigur. Vorum heppnir líka að sóknin datt í gang á réttum tímum,“ sagði Gunnar og segir að Keflavík þurfi að passa sig á að hleypa andstæðingum ekki aftur inn í leiki eftir að ná í góða forystu. „Við þurfum að gera betur og stíga á bensíngjöfina þegar við náum góðri forystu en þetta er kaflaskipt íþrótt. Bæði lið skiptast á að gera áhlaup og við þurfum að standast þau.“ En ætlar Gunnar að taka þetta með sér í næstu leiki, fyrir og eftir jólafrí? „Ég ætla að reyna það,“ sagði skælbrosandi Gunnar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum