Björgunarsveitir Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.
Að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg þá virðist báturinn hafa dottið úr ferilvöktun og því er nauðsynlegt að hefja leit.
Björgunarskip og bátar á svæðinu eru á leið þangað sem báturinn sást síðast.
