Ekki metin er til fjár Þórlindur Kjartansson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er ekki meira en rúmlega ein kynslóð síðan jólagjafir fóru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Um jólagjafir segir í Sögu daganna, eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing, að þangað til fyrir rúmri öld hafi þær einungis tíðkast meðal höfðingja. Almenningur fékk um jól gjarnan gefnar flíkur og var litið á það sem eins konar jólabónus eða desember-uppbót miklu frekar en hátíðlegan viðurgjörning í tilefni af fæðingu frelsarans. Hér á landi voru sumargjafir miklu algengari fyrr á öldum. En með góðri hjálp kapítalismans hefur tekist að snúa þessu rækilega við. Nú til dags er ómögulegt að ímynda sér jólahátíðina öðruvísi en að hún snúist að meira eða minna leyti um gjafir.Jólagjafastúss og stress Hjá mörgum getur þetta gjafastúss snúist upp í heiftúðlega útgáfu af jólastressi. Væntingar gefenda og þiggjenda eru miklar. Svipurinn þegar pappírinn er rifinn af bögglunum þarf að endurspegla bæði undrun og ánægju—það er það sem stefnt er að. Foreldrar vilja sjá börnin sín ljóma upp af geðshræringu og rjúka svo í fang mömmu og pabba til þess að kreista þau og lýsa því yfir að þau séu sko best af öllum í heiminum. Og pabbarnir og mömmurnar vilja gefa hvort öðru gjafir sem framkalla gapandi undrun yfir hugmyndaauðgi og rausnarskap lífsförunautarins. Svo á makinn að leggja hendur í skaut sér og andvarpa „elsku besta, þetta er nú alltof mikið. Hvernig gastu vitað að mig langaði í þetta?“ Og góðir foreldrar kenna börnunum sínum að láta aldrei skína í vonbrigði. Öllum frændum og frænkum, öfum og ömmum, skal fagnað jafn innilega og hlýlega—hvort sem pakkarnir voru mjúkir eða harðir, dýrir eða billegir, fabrikkusmíðaðir eða handföndraðir. Það borgar sig að læra ungur sýndarþakklæti svo fólki finnist nú ekki leiðinlegt að gefa manni gjafir.Hagfræði jólagjafa Fyrir þá sem lært hafa hagfræði er jólagjafakvíðinn furðulegt fyrirbæri. Sú fræði kennir nefnilega þann sannleika að jóla- og afmælisgjafir séu í raun fáránlegar. Hinn skynsami maður, sem lætur rökhugsun ráða, áttar sig vitaskuld á þeirri gegndarlausu sóun á fjármunum og vinnuafli sem á sér stað þegar þorri þjóðarinnar hamast við það í heilan mánuð, og eyðir milljörðum króna, í að reyna að giska á það hvað geti mögulega „hitt í mark“ hjá öllum þeim sem til stendur að gleðja. Það má nefnilega teljast augljóst að það muni ekki takast nema í litlu broti tilvika að hitta á gjöf sem uppfyllir þau skilyrði að vera í fyrsta lagi eitthvað sem gleður, í öðru lagi eitthvað sem þiggjandinn hefði ekki getað fengið sér sjálfur—og í þriðja lagi að ekki hefði verið hagkvæmara að kaupa gjöfina á útsölu í janúar. Eina vitræna niðurstaða hagfræðinnar er því sú að leggja umsvifalaust af allt þetta gjafasýsl og gefa bara peninga í staðinn sem þiggjandinn getur ráðstafað að eigin vild. Og ef við gerum ráð fyrir að fólk muni að jafnaði eyða nokkurn veginn sömu upphæð í gjöf fyrir þiggjandann eins og þiggjandinn eyðir í gjöf fyrir gefandann, þá myndi hinn skynsami hagfræðingur benda á að það fælist enginn annar óþarfa umsýslukostnaður í gjafastússinu. Miklu hagkvæmara væri einfaldlega að fólk keypti sér sjálft það sem það langaði í. Ef einhvers konar ójafnvægi er á milli aðila, þannig að annar gefur að jafnaði miklu dýrari gjöf en hinn, þá væri skynsamlegast að sá rausnarlegri (eða ríkari) millifærði einfaldlega yfir á hinn aðilann upphæð sem samsvarar því mismunandi verðmæti á gjöfum sem ella gengju þar á milli. Rómantískt, ekki satt?Allt sem engu skiptir En eins og í svo mörgu öðru þá útskýrir hagfræðin fullkomlega allt sem engu skiptir en skilur ekkert í því sem skiptir öllu máli. Alveg eins og segir í söngtextanum þá verður jólagjöfin í ár ekki metin til fjár—og skiptir þá ekki máli hvort gjöfin er „ég sjálf hvorki að hluta til né hálf“, góð bók, vönduð flík, skemmtilegt leikfang—eða fullkomlega misheppnuð tilraun til þess að stugga einhverjum út í nýtt áhugamál. Hið eina raunverulega vægi gjafarinnar er sá tími og sú tilfinning og væntumþykja sem fer í að hugsa um það hvernig maður geti glatt aðra manneskju. Það er sóunin sjálf sem er verðmætið.Fögur sóun Og ef sóunin er verðmætið í jólagjöfunum þá gildir það margfalt um jólakortin. Þegar ég ólst upp var sá siður mjög minnistæður að skrifa jólakort og opna þau sem borist höfðu á aðfangadagskvöld. Kortin voru þá undantekningarlaust handskrifuð og í þeim voru stundum sögð tíðindi af fólki, sem nú til dags hefðu líklega frést fyrir löngu á Facebook, og það var áhugavert að skoða þessi kort, sjá hversu ólíka rithönd fólk hafði, og hugsa með sér að allir þeir sem sendu kort hefðu gefið sér stutta stund og hugsað til viðtakandans—þótt ekki væri nema í þær fáu sekúndur sem það tók að hripa niður nafnið á umslagið og kvitta fyrir inni í korti. Svo kom til sögunnar svokölluð mail-merge viðbót í hinu mjög svo hagkvæma forriti Excel. Þá gat fólk sent miklu fleiri jólakort á mun styttri tíma og þurfti ekki annað að gera en að líma adressuna framan á umslagið. Fljótlega fór svo að tíðkast að fólk léti prenta allt innvolsið í kortunum líka og senda öllum bara nákvæmlega sömu romsuna sem var prentuð í prentsmiðju og dælt út á einu augabragði og svo stimpluð í pósthúsinu. Þetta var auðvitað fyrirboði dauða jólakortsins hjá flestum enda kemur reglulega upp sú umræða að hin ýmsu ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir ættu bara að gefa andvirði jólakortabruðlsins til góðra málefna. Þessi hagkvæmni bitnar auðvitað á innileikanum, því í stað þess að vita að sendandinn hafi hugsað til manns, þá getur maður yljað sér við þá tilhugsun að nafnið manns sé skráð í Excel skjal í tölvu og ekki hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að fjarlægja það þetta árið.Sælla að gefa Alls konar sálfræðingar leggja mikla áherslu á þakklætið um þessar mundir, einkum af því að maður græðir víst svo mikið á því sjálfur að vera þakklátur öðrum. Það eru engin ný tíðindi. Pétur Sigurðsson ritstjóri lét eftir sig spakmælið að besta leiðin til að finna hamingjuna sé að gera aðra hamingjusama. Og um jólin er örugglega hollt að reyna að njóta þess að hugsa til annarra, fara með brosi yfir lista af fólki sem maður er þakklátur fyrir, gefa sér tíma til þess að skrifa nokkur kort og hafa ekki áhyggjur af því hvort allar gjafirnar hitti í mark. Það er hugurinn sem gildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ekki meira en rúmlega ein kynslóð síðan jólagjafir fóru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Um jólagjafir segir í Sögu daganna, eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing, að þangað til fyrir rúmri öld hafi þær einungis tíðkast meðal höfðingja. Almenningur fékk um jól gjarnan gefnar flíkur og var litið á það sem eins konar jólabónus eða desember-uppbót miklu frekar en hátíðlegan viðurgjörning í tilefni af fæðingu frelsarans. Hér á landi voru sumargjafir miklu algengari fyrr á öldum. En með góðri hjálp kapítalismans hefur tekist að snúa þessu rækilega við. Nú til dags er ómögulegt að ímynda sér jólahátíðina öðruvísi en að hún snúist að meira eða minna leyti um gjafir.Jólagjafastúss og stress Hjá mörgum getur þetta gjafastúss snúist upp í heiftúðlega útgáfu af jólastressi. Væntingar gefenda og þiggjenda eru miklar. Svipurinn þegar pappírinn er rifinn af bögglunum þarf að endurspegla bæði undrun og ánægju—það er það sem stefnt er að. Foreldrar vilja sjá börnin sín ljóma upp af geðshræringu og rjúka svo í fang mömmu og pabba til þess að kreista þau og lýsa því yfir að þau séu sko best af öllum í heiminum. Og pabbarnir og mömmurnar vilja gefa hvort öðru gjafir sem framkalla gapandi undrun yfir hugmyndaauðgi og rausnarskap lífsförunautarins. Svo á makinn að leggja hendur í skaut sér og andvarpa „elsku besta, þetta er nú alltof mikið. Hvernig gastu vitað að mig langaði í þetta?“ Og góðir foreldrar kenna börnunum sínum að láta aldrei skína í vonbrigði. Öllum frændum og frænkum, öfum og ömmum, skal fagnað jafn innilega og hlýlega—hvort sem pakkarnir voru mjúkir eða harðir, dýrir eða billegir, fabrikkusmíðaðir eða handföndraðir. Það borgar sig að læra ungur sýndarþakklæti svo fólki finnist nú ekki leiðinlegt að gefa manni gjafir.Hagfræði jólagjafa Fyrir þá sem lært hafa hagfræði er jólagjafakvíðinn furðulegt fyrirbæri. Sú fræði kennir nefnilega þann sannleika að jóla- og afmælisgjafir séu í raun fáránlegar. Hinn skynsami maður, sem lætur rökhugsun ráða, áttar sig vitaskuld á þeirri gegndarlausu sóun á fjármunum og vinnuafli sem á sér stað þegar þorri þjóðarinnar hamast við það í heilan mánuð, og eyðir milljörðum króna, í að reyna að giska á það hvað geti mögulega „hitt í mark“ hjá öllum þeim sem til stendur að gleðja. Það má nefnilega teljast augljóst að það muni ekki takast nema í litlu broti tilvika að hitta á gjöf sem uppfyllir þau skilyrði að vera í fyrsta lagi eitthvað sem gleður, í öðru lagi eitthvað sem þiggjandinn hefði ekki getað fengið sér sjálfur—og í þriðja lagi að ekki hefði verið hagkvæmara að kaupa gjöfina á útsölu í janúar. Eina vitræna niðurstaða hagfræðinnar er því sú að leggja umsvifalaust af allt þetta gjafasýsl og gefa bara peninga í staðinn sem þiggjandinn getur ráðstafað að eigin vild. Og ef við gerum ráð fyrir að fólk muni að jafnaði eyða nokkurn veginn sömu upphæð í gjöf fyrir þiggjandann eins og þiggjandinn eyðir í gjöf fyrir gefandann, þá myndi hinn skynsami hagfræðingur benda á að það fælist enginn annar óþarfa umsýslukostnaður í gjafastússinu. Miklu hagkvæmara væri einfaldlega að fólk keypti sér sjálft það sem það langaði í. Ef einhvers konar ójafnvægi er á milli aðila, þannig að annar gefur að jafnaði miklu dýrari gjöf en hinn, þá væri skynsamlegast að sá rausnarlegri (eða ríkari) millifærði einfaldlega yfir á hinn aðilann upphæð sem samsvarar því mismunandi verðmæti á gjöfum sem ella gengju þar á milli. Rómantískt, ekki satt?Allt sem engu skiptir En eins og í svo mörgu öðru þá útskýrir hagfræðin fullkomlega allt sem engu skiptir en skilur ekkert í því sem skiptir öllu máli. Alveg eins og segir í söngtextanum þá verður jólagjöfin í ár ekki metin til fjár—og skiptir þá ekki máli hvort gjöfin er „ég sjálf hvorki að hluta til né hálf“, góð bók, vönduð flík, skemmtilegt leikfang—eða fullkomlega misheppnuð tilraun til þess að stugga einhverjum út í nýtt áhugamál. Hið eina raunverulega vægi gjafarinnar er sá tími og sú tilfinning og væntumþykja sem fer í að hugsa um það hvernig maður geti glatt aðra manneskju. Það er sóunin sjálf sem er verðmætið.Fögur sóun Og ef sóunin er verðmætið í jólagjöfunum þá gildir það margfalt um jólakortin. Þegar ég ólst upp var sá siður mjög minnistæður að skrifa jólakort og opna þau sem borist höfðu á aðfangadagskvöld. Kortin voru þá undantekningarlaust handskrifuð og í þeim voru stundum sögð tíðindi af fólki, sem nú til dags hefðu líklega frést fyrir löngu á Facebook, og það var áhugavert að skoða þessi kort, sjá hversu ólíka rithönd fólk hafði, og hugsa með sér að allir þeir sem sendu kort hefðu gefið sér stutta stund og hugsað til viðtakandans—þótt ekki væri nema í þær fáu sekúndur sem það tók að hripa niður nafnið á umslagið og kvitta fyrir inni í korti. Svo kom til sögunnar svokölluð mail-merge viðbót í hinu mjög svo hagkvæma forriti Excel. Þá gat fólk sent miklu fleiri jólakort á mun styttri tíma og þurfti ekki annað að gera en að líma adressuna framan á umslagið. Fljótlega fór svo að tíðkast að fólk léti prenta allt innvolsið í kortunum líka og senda öllum bara nákvæmlega sömu romsuna sem var prentuð í prentsmiðju og dælt út á einu augabragði og svo stimpluð í pósthúsinu. Þetta var auðvitað fyrirboði dauða jólakortsins hjá flestum enda kemur reglulega upp sú umræða að hin ýmsu ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir ættu bara að gefa andvirði jólakortabruðlsins til góðra málefna. Þessi hagkvæmni bitnar auðvitað á innileikanum, því í stað þess að vita að sendandinn hafi hugsað til manns, þá getur maður yljað sér við þá tilhugsun að nafnið manns sé skráð í Excel skjal í tölvu og ekki hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að fjarlægja það þetta árið.Sælla að gefa Alls konar sálfræðingar leggja mikla áherslu á þakklætið um þessar mundir, einkum af því að maður græðir víst svo mikið á því sjálfur að vera þakklátur öðrum. Það eru engin ný tíðindi. Pétur Sigurðsson ritstjóri lét eftir sig spakmælið að besta leiðin til að finna hamingjuna sé að gera aðra hamingjusama. Og um jólin er örugglega hollt að reyna að njóta þess að hugsa til annarra, fara með brosi yfir lista af fólki sem maður er þakklátur fyrir, gefa sér tíma til þess að skrifa nokkur kort og hafa ekki áhyggjur af því hvort allar gjafirnar hitti í mark. Það er hugurinn sem gildir.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun