„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 20:00 Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán. Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán.
Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00