Dönsuðu við ræningjana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur. VÍSIR/VILHELM Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira