Kona sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal síðastliðinn laugardag hét Guðný Þórðardóttir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var hún fædd árið 1937 og búsett í Reykjavík.
Um var að ræða árekstur tveggja bíla við Æsustaði á fjórða tímanum á laugardag. Varð slysið eftir framúrakstur en báðir bílar óku í vesturátt til Reykjavíkur. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild.
