Fyrsta demó David Bowie fannst óvænt í brauðkörfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 11:00 David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið. vísir/getty Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein. Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta demó sem vitað er til að breski tónlistarmaðurinn David Bowie tók upp fannst nýverið í brauðkörfu þegar David Hadfield, trommari og framkvæmdastjóri The Konrads, fyrstu hljómsveitarinnar sem Bowie var í, var að flytja. Talið er að upptakan muni seljast fyrir um 10 þúsund pund á uppboði, eða sem samsvarar um 1,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Lagið á upptökunni heitir I Never Dreamed og er með The Konrads. Bowie var sextán ára og spilaði á saxófón en samþykkti að syngja lagið fyrir upptökuna sem gerð var í litlu hljóðveri í suðurhluta London. Upptakan var send útgáfufyrirtækinu Decca en The Konrads höfðu ekki erindi sem erfiði og komust aldrei á samning hjá fyrirtækinu. Hadfield fann upptökuna óvænt þegar hann var að flytja. Upptakan var í gamalli brauðkörfu sem afi hans hafði átt en í körfunni, sem fannst uppi á lofti fyrir ofan bílskúr Hadfield, var ýmislegt annað eins og til dæmis myndir, bréf og reikningar. Ekki löngu eftir að The Konrads tóku lagið upp hætti Bowie í hljómsveitinni vegna listræns ágreinings. Nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti tónlistarmaður heims en Bowie lést í janúar 2016, 69 ára að aldri. Banamein hans var lifrarkrabbamein.
Tengdar fréttir Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul. 22. ágúst 2017 08:45