Mistök urðu til þess að þjóðhátíðarlag FM95BLÖ var eignað StopWaitGo Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2018 13:58 Auðunn Blöndal og Jóhanna Guðrún munu flytja lagið á þjóðhátíð í ár. Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018 FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Menningarvefur Ríkisútvarpsins velti fyrr í dag upp þeirri spurningu hvort að þjóðhátíðarlag útvarpsgengisins FM95BLÖ sé stolið. Um er að ræða lagið Ég ætla að sigra eyjuna sem þeir Auðunn Blöndal, Steindi jr., og Egill Einarsson flytja ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Lagið var frumflutt á FM957 fyrir ellefu dögum en þá sagði Auðunn að hann hefði heyrt umrætt lag þegar hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp þáttinn Suður-ameríski draumurinn. Kom þar fram að lagið væri ekki þeirra heldur lag sem Auðunn Blöndal heyrði á ferð sinni um Suður Ameríku sem þeir ákváðu að þýða yfir á íslensku og tengja það þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða lagið Obsesion eftir salsahljómsveitina Aventura sem kom út árið 2002.Á menningarvef RÚV var sagt frá því að lagið Ég ætla að sigra eyjuna væri afar líkt laginu Obsesion. Er það alveg rétt því um sama lag er að ræða en bent var á það á vef RÚV að þeir sem skipa StopWaitGo-teymið, sem sáu um upptökur og framleiðslu á FM95BLÖ-útgáfunni, væru skráðir höfundar lagsins á vef YouTube. Auðunn Blöndal segir í samtali við Vísi að um mistök væri að ræða. Þegar lagið var sett inn á YouTube voru gerð þau mistök að segja lagið frá StopWaitGo-genginu þegar hið rétta er að framleiðslan og upptökustjórn er þeirra. Hefur það verið uppfært á vef Youtube eftir að á það var bent á vef RÚV.FM95BLÖ hafa undanfarin ár sent frá sér þjóðhátíðarlög sem eru íslenskaðar útgáfur af þekktum erlendum lögum. Fyrsta árið 2016, þá var lagið Ég fer á þjóðhátíð gefið út sem er íslenskuð útgáfa af laginu Titanium eftir franska plötusnúðinn David Guetta.Árið 2017 varð lagið Total Eclipse of the Heart, sem Bonnie Tyler gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar, fyrir valinu og hlaut nafnið Þjóðhátíð bíður.Auðunn Blöndal tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann gerði góðlátlegt grín að öllu saman en hann á einnig texta lagsins Án þín sem er íslenskuð útgáfa af laginu Always með bandarísku sveitinni Bon Jovi, en söngvarinn Sverrir Bergmann vann Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2000 með þeirri útgáfu.Ætla að vona að Rúv fari ekki að kafa nánar í hin lögin okkar. Get staðfest að Án þín, Fm95blö-lagið, Þjóðhátíð Bíður og Ég fer á Þjóðhátíð eru öll frumsamin!— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 3, 2018
FM95BLÖ Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira