Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2018 17:00 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Valitor samstæðan (Valitor Holding) hefur faxið hratt að undanförnu ekki síst með samrunum og yfirtökum. Valitor keypti á síðasta ári tvö félög, IPS - International Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor í Bretlandi. Valitor samstæðan er að fullu í eigu Arion banka. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi nú til skoðunar að selja að fullu eignarhlut sinn í félaginu. „Við höfum auðvitað hugsað um hvort að bankinn sé besti eigandinn á þetta umsvifamiklu félagi í erlendri greiðslumiðlunarstarfsemi. Núna höfum við fengið ráðgjafa til að hjálpa okkur að komast að strategískri niðurstöðu. Ein ekki ólíkleg niðurstaða er að bankinn selji sig niður í fyrirtækinu að miklu eða öllu leyti,“ segir Höskuldur. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Vöxtur Valitor samstæðunnar hefur verið mjög hraður að unanförnu. Ekki síst með samrunum og yfirtökum. Milli 2. ársfjórðungs 2017 og 2. ársfjórðungs 2018 fjölgaði stöðugildum hjá Valitor um 27 prósent en inni í þeirri tölu eru starfsmenn fyrirtækja sem Valitor tók yfir á tímabilinu. Vísir/StefánHöskuldur segir að starfsemi Valitor sé orðin það umfangsmikil að það sé ekki víst að það henti Arion banka, sem einbeitir sér að bankamarkaði á Íslandi, að eiga alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki. „Það vinna tæplega 400 manns hjá Valitor en um 800 manns hjá bankanum. Valitor er mest með starfsemi í Bretlandi og í Skandinavíu en ekki hér á Íslandi og þetta er ekki áhættulaus rekstur,“ segir Höskuldur. Hann segir að niðurstaðan varðandi söluna gæti legið fyrir strax í haust. Verðmæti Valitor Holding er ekki sundurliðað í ársreikningi Arion banka en bókfært eigið fé Valitor samstæðunnar var 16,2 milljarðar króna í lok árs 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Verðmæti félagsins er þó háð niðurstöðu í máli sem félögin DataCell og Sunshine Press Production, rekstrarfélag Wikileaks, höfðuðu á hendur Valitor. Fyrir liggur niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða króna tjón félaganna og hinn 17. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hafnað var kröfu Valitors um að dómkveðja nýja matsmenn til að meta tjónið. Mál vegna skaðabótakröfu félaganna tveggja á hendur Valitor verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira