Innlent

Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður

Atli Ísleifsson skrifar
Systurnar gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma.
Systurnar gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma. Vísir/Getty
Lögregla í Rússlandi er með þrjár systur á táningsaldri í haldi vegna gruns um að hafa stungið föður sinn til bana í íbúð sinni í höfuðborginni Moskvu.

Khachaturyan systurnar eru sautján, átján og nítján ára gamlar hafa játað verknaðinn, að því er fram kemur í rússneskum fjölmiðlum.

Í frétt BBC segir að systurnar segi föðurinn Mikhail hafa komið í veg fyrir að þær gætu stundað nám, haldið þeim sem þrælum og ógnað þeim með skotvopnum.

Systurnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 28. september en lík Mikhail Khachaturyan fannst 27. júlí síðstliðinn. 

Hinn 57 ára faðir stúlknanna var með um fjörutíu stungusár, en lík hans fannst á gangi íbúðabyggingar þar sem fjölskyldan bjó.

Lögregla telur að hin sautján ára Maria hafi stungið föður sinn um 35 sinnum á meðan systur hennar, Angelina og Kristina – börðu í höfuð hans með hamri og sprautuðu piparúða í andlit hans.

Að sögn BBC gætu systurnar átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma, en þó ekki lífstíðardóma. Yngsta systirin gæti að hámarki átt yfir höfði sér tíu ára dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×