Íslensk stúlka í forgrunni í umfjöllun BBC um Þjóðadeildardráttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 09:00 Mynd/Skjáskot af BBC Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira