Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 23:25 Trump sagðist tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Áður spurði hann fréttamenn hins vegar hvort að Hillary Clinton hefði verið eiðsvarin þegar hún svaraði spurningum FBI um notkun sína á einkatölvupóstþjóni sumarið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00