3,5 árs fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm ára dóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 15:42 Frásögn stúlkunnar, meðal annars í Barnahúsi, þótti afar trúverðug og sannfærandi miðað við aldur hennar. Vísir/Valli Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fimm ára dóttur sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þá þarf faðirinn að greiða dóttur sinni 1,7 milljónir króna í miskabætur. Upphaf málsins má rekja til ágúst 2016 þegar ömmusystir stúlkunnar var á leiðinni með hana í sund. Greindi stúlkan frænku sinni frá því að þegar hún væri ein með pabba sínum þá nuddaði hún á honum typpið. Við nánari lýsingar stúlkunnar sagði hún föður sinn nudda á henni klobbann og stundum stinga fingri þangað inn. Bað ömmusystir stúlkunnar hana um að endurtaka frásögn sína og tók hún hana þá upp. Tilkynnti hún móður stúlkunnar sem spurði út í það um kvöldið og var frásögnin á sömu leið. Var málið tilkynnt til barnaverndar en stúlkan hafði verið í umsjá föður aðra hverja helgi eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Barnaverndarnefnd lagði fram kæru vegna málsins daginn eftir að það kom upp.Sagði sæði líkast til vera uppsafnaða sápu Faðirinn neitaði sök. Sagðist hann eitt sinn hafa neyðst til að hlúa að kynfærasvæði stúlkunnar eftir að hún hefði í óðagoti notað uppþvottalög sem sápu þegar hún var í baði. Þá hefði stúlkan tvö skipti skyndilega gripið í typpið á honum þegar þau voru í sundi. Þá taldi faðirinn lýsingar stúlkunnar á sáðfalli, „hvítu pissi“, líkast til komnar vegna þess að stúlkan hefði safnað sápu í vökvunarkönnu þegar þau væru saman í sturtu. Taldi dómurinn að frásögn stúlkunnar í skýrslutökum í Barnahúsi og hjá sálfræðingi væri afar trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna auk gagna sem lögð voru fram. Kom fram hjá sálfræðingnum að dóttirin teldi sig hafa gert alveg jafn rangt og pabbi hennar. Hún hefði gert sömu mistök með því að snerta einkastaði hans.Stúlkan væri að lýsa eigin reynslu Sálfræðingurinn sagði stúlkuna mjög sannfærandi af svo ungu barni að vera og ákveðna í frásögn sinni. Lýsingar stúlkunnar hefðu auk þess verið mjög myndrænar. „Hún er að lýsa eigin reynsluheimi en ekki einhverju sem að hún hefði getað haft hugmyndir um á annan hátt,“ sagði sálfræðingurinn. Skýringar þær sem faðirinn gaf fengu hvorki haldbæra stoð í framburði vitna né framlögðum gögnum að mati dómsins. Taldi fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness mega slá því föstu að ekki yrði véfengt með skynsamlegum hætti að faðirinn hefði brotið gegn dóttur sinni. Var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,7 milljónir króna í miskabætur.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira