Lífið

Plataði heiminn og kom veitingastað sem er ekki til á toppinn á TripAdvisor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Oobah Butler er einn besti blekkingarmeistari Bretlands.
Oobah Butler er einn besti blekkingarmeistari Bretlands.
Oobah Butler var aðeins sjö mánuði að koma veitingastað sem er ekki til á toppinn á TripAdvisor í London. TripAdvisor er stærsti ferðavefur í heimi og reiða margir túristar sig á síðuna þegar þeir ferðast, meðal annars hér á Íslandi.

Butler er fréttamaður hjá VICE og var um tilraun að ræða. VICE birti umfjöllun sína um athæfið í desember og þar fór Butler yfir það hvernig hægt er að ljúga sig á toppinn.

Veitingastaðir um heim allan leggja mikla áherslu á það að vera með góða umsögn á TripAdvisor, þar sem það hefur reynst gott fyrir viðskipti.

Butler notaði allskyns brögð til að fá góða umsögn. Laug hann því alltaf að uppbókað væri á veitingastaðinn. Staðurinn var sagður heita The Shed sem væri staðsettur í Dulwich rétt suður af London.

Þegar leið á var Butler bókaður í viðtöl við alla helstu miðla Bretlands og átti að ræða um hinn frábæra og vinsæla veitingastað. Málið gekk mun lengra en hann ætlaði sér og að lokum ákvað hann að bjóða raunverulegum gestum á veitingastað sinn, en þar var aðeins örbylgjumatur í boði.

Hér fyrir ofan má horfa á þetta ótrúlega ferðalag Oobah Butler sem birt var núna í vikunni.

Einnig er áhugavert að lesa umfjöllun hans um fjölmiðlafárið fyrsta sólarhringinn eftir að hulunni var svipt af uppátækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.