Cruz leggur spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:30 Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara í gær. Skjáskot Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. Lögfræðingur hans, Melissa McNeill, segir Cruz vera fullan iðrunar eftir árásina. Hann sé ungur, brotinn maður og harmi sleginn. Í gögnum sem nú þegar hafa verið lögð fram gegn honum fyrir þarlendum dómstólum er haft eftir Cruz að hann hafi náð að flýja af vettvangi eftir að hafa hleypt af vopnum sínum, sem hann skildi svo eftir á skólalóðinni. Hann var dreginn fyrir dómara í gær en hann verður sóttur til saka fyrir öll morðin 17. Skotárásin sem hann stóð fyrir er sú mannskæðasta í bandarískum skóla síðan árið 2012.Sjá einnig: „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“„Cruz segist vera byssumaðurinn sem fór inn á skólalóðina með AR-15 riffill og tók að skjóta á nemendur sem hann sá í og við skólabygginguna,“ segir meðal annars í gögnunum sem lögð voru fyrir dómara í gær. Þar kemur jafnframt fram að Cruz hafi verið með fleiri skothylki sem hann geymdi í bakpoka og hliðartösku. Eftir skothríðina hafi hann kastað frá sér vopnunum með það fyrir augum að falla inn í mannfjöldann og reyna þannig að yfirgefa vettvanginn í allri ringulreiðinni sem skapaðist.Hann er sagður hafa komist óséður af skólalóðinni og haldið rakleiðis í næstu Walmart-verslun þar sem hann faldi sig um stund. Því næst fór hann á McDonalds en um klukkustund eftir árásina náðu lögreglumenn að hafa hendur í hári hans. Mikil ringulreið skapaðist á skólalóðinni. Hana nýtti Cruz sér til að komast af vettvangi.Vísir/AFPÞrátt fyrir játninguna er ekki enn vitað um ástæður þess að Cruz myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Þá höfðu vinir hans grínast með að hann væri líklegur til þess að mæta með riffil í skólann og hefja skothríð. Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Bandaríska leyniþjónustun hefur að sama skapi viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfastistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Undir lok síðasta árs lýsti hann því fjálglega yfir að hann ætlaði sér að verða „atvinnuskotárásarmaður,“ eins og hann orðaði það. Þá hafði Cruz jafnframt bein tengsl við hópa hvítra þjóernissinna vestanhafs. Ætlaði að skrópa á degi ástarinnar Ef marka má fjölskylduna sem hýsti Cruz virðist ekkert hafa verið óeðlilegt við drenginn þegar hann vaknaði að morgni árásarinnar. Það eina óeðlilega var að hann neitaði að mæta í íþróttir í fyrsta tíma. „Það er valentínusardagurinn. Ég fer ekki í skólann á valentínusardaginn,“ hefur lögmaður fjölskyldunnar eftir honum í samtali við CNN. Þau hafi ekki gert neitt í málinu, skrifuðu þetta bara á unglingastæla og leyfðu honum að vera heima. Þau höfðu tekið Cruz að sér á síðasta ári eftir að móðir hans lést. Þau segja augljóst að hann hafi verið þunglyndur og þau hafi því gert allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Þannig hafi þau yfirleitt keyrt hann í skólann og hjálpuðu honum að útvega sér vinnu. Þau vissu að Cruz ættu byssu en segjast hafa sett skýrar reglur um notkun hennar. Hún ætti að vera í læstri kistu í herbergi hans öllum stundum. Cruz hafði þó engu að síður lykilinn að henni í fórum sínum. „Fjölskyldan gerði það sem hún hélt að væri rétt í stöðunni. Þau tóku að sér brotið barn og reyndu að hjálpa því. Það þýðir ekki að hann hafi ekki mátt taka byssuna með sér inn á heimili þeirra. Þau læstu hana inni og trúðu því að það væru nægar ráðstafanir, að það yrði ekkert vandamál. Enginn sá að svona ódæðisverk væri í kortunum hjá þessu barni, að það gæti nokkurn tímann gert eitthvað þessu líkt,“ segir lögmaður fjölskyldunnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. Lögfræðingur hans, Melissa McNeill, segir Cruz vera fullan iðrunar eftir árásina. Hann sé ungur, brotinn maður og harmi sleginn. Í gögnum sem nú þegar hafa verið lögð fram gegn honum fyrir þarlendum dómstólum er haft eftir Cruz að hann hafi náð að flýja af vettvangi eftir að hafa hleypt af vopnum sínum, sem hann skildi svo eftir á skólalóðinni. Hann var dreginn fyrir dómara í gær en hann verður sóttur til saka fyrir öll morðin 17. Skotárásin sem hann stóð fyrir er sú mannskæðasta í bandarískum skóla síðan árið 2012.Sjá einnig: „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“„Cruz segist vera byssumaðurinn sem fór inn á skólalóðina með AR-15 riffill og tók að skjóta á nemendur sem hann sá í og við skólabygginguna,“ segir meðal annars í gögnunum sem lögð voru fyrir dómara í gær. Þar kemur jafnframt fram að Cruz hafi verið með fleiri skothylki sem hann geymdi í bakpoka og hliðartösku. Eftir skothríðina hafi hann kastað frá sér vopnunum með það fyrir augum að falla inn í mannfjöldann og reyna þannig að yfirgefa vettvanginn í allri ringulreiðinni sem skapaðist.Hann er sagður hafa komist óséður af skólalóðinni og haldið rakleiðis í næstu Walmart-verslun þar sem hann faldi sig um stund. Því næst fór hann á McDonalds en um klukkustund eftir árásina náðu lögreglumenn að hafa hendur í hári hans. Mikil ringulreið skapaðist á skólalóðinni. Hana nýtti Cruz sér til að komast af vettvangi.Vísir/AFPÞrátt fyrir játninguna er ekki enn vitað um ástæður þess að Cruz myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Þá höfðu vinir hans grínast með að hann væri líklegur til þess að mæta með riffil í skólann og hefja skothríð. Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Bandaríska leyniþjónustun hefur að sama skapi viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfastistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Undir lok síðasta árs lýsti hann því fjálglega yfir að hann ætlaði sér að verða „atvinnuskotárásarmaður,“ eins og hann orðaði það. Þá hafði Cruz jafnframt bein tengsl við hópa hvítra þjóernissinna vestanhafs. Ætlaði að skrópa á degi ástarinnar Ef marka má fjölskylduna sem hýsti Cruz virðist ekkert hafa verið óeðlilegt við drenginn þegar hann vaknaði að morgni árásarinnar. Það eina óeðlilega var að hann neitaði að mæta í íþróttir í fyrsta tíma. „Það er valentínusardagurinn. Ég fer ekki í skólann á valentínusardaginn,“ hefur lögmaður fjölskyldunnar eftir honum í samtali við CNN. Þau hafi ekki gert neitt í málinu, skrifuðu þetta bara á unglingastæla og leyfðu honum að vera heima. Þau höfðu tekið Cruz að sér á síðasta ári eftir að móðir hans lést. Þau segja augljóst að hann hafi verið þunglyndur og þau hafi því gert allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Þannig hafi þau yfirleitt keyrt hann í skólann og hjálpuðu honum að útvega sér vinnu. Þau vissu að Cruz ættu byssu en segjast hafa sett skýrar reglur um notkun hennar. Hún ætti að vera í læstri kistu í herbergi hans öllum stundum. Cruz hafði þó engu að síður lykilinn að henni í fórum sínum. „Fjölskyldan gerði það sem hún hélt að væri rétt í stöðunni. Þau tóku að sér brotið barn og reyndu að hjálpa því. Það þýðir ekki að hann hafi ekki mátt taka byssuna með sér inn á heimili þeirra. Þau læstu hana inni og trúðu því að það væru nægar ráðstafanir, að það yrði ekkert vandamál. Enginn sá að svona ódæðisverk væri í kortunum hjá þessu barni, að það gæti nokkurn tímann gert eitthvað þessu líkt,“ segir lögmaður fjölskyldunnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent