Gert að mæta í skólasundið skömmu fyrir sundæfingu Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 21:49 Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. Getty/Nickolai Vorobiov Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni. Skóla - og menntamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira