Sif Konráðsdóttir hættir störfum sem aðstoðarmaður ráðherra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:42 Sif Konráðsdóttir. Vísir/HARI Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga. „Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.“Ráðning Sifjar ýfði upp sár þolanda Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Í vikunni steig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, fyrrum skjólstæðingur Sifjar, fram og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands.Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar. Þá var greint frá því í Fréttablaðinu í dag að friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hafi verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga til staðfestingar. Sif er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sagði Sif í samtali við Fréttablaðið að hún telji ráðherrann ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó að aðstoðarmaður hans, hún sjálf, hefði barist fyrir því að jörðin verði friðuð.Fréttin hefur verið uppfærð. Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga. „Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.“Ráðning Sifjar ýfði upp sár þolanda Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Í vikunni steig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, fyrrum skjólstæðingur Sifjar, fram og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands.Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar. Þá var greint frá því í Fréttablaðinu í dag að friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hafi verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga til staðfestingar. Sif er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sagði Sif í samtali við Fréttablaðið að hún telji ráðherrann ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó að aðstoðarmaður hans, hún sjálf, hefði barist fyrir því að jörðin verði friðuð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42
Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00