Geðheilbrigðisstefnumótun Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. október 2018 09:34 Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun