Lífið

Sprenghlægilegt að sleppa hlátrinum og súma í staðinn inn á Ross

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ross fékk að kenna á því á klippiborðinu.
Ross fékk að kenna á því á klippiborðinu.
Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel.

Aðili sem kallar sig BallZack á YouTube hefur tekið eitt eftirminnilegt atriði úr þáttunum, þegar Rachel tilkynnir Ross að hún eigi von á barni. Ross er faðirinn og voru viðbrögð hans skemmtileg í þáttunum á sínum tíma.

Eins og margir vita var mikið hlegið þegar þættirnir voru teknir upp.

BallZack hefur tekið hláturinn út og þegar hann á að koma við sögu, súmar hann bara inn á andlitið á Ross. Útkoman stórbrotin eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.