Neitar að skrifa undir kjarasamning nema búsetuöryggi leigjenda verði tryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2018 19:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni ekki skrifa undir nýja kjarasamninga fyrir hönd VR nema breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd og búsetuöryggi. „Ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema staða þessara hópa verði tryggð. Ekki bara hvað framfærslu varðar heldur einnig búsetuöryggi. Það er ekki boðlegt í siðuðu samfélagi að búsetuöryggi hjá fjölskyldu sé þrír mánuðir og henni bjóðist aðeins tólf mánaða samningur í senn,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hann mun ekki skrifa undir kjarasamning nema hagsmunir leigjenda verði tryggðir með lagabreytingu. Í 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun „ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma.“Gengur það ekki í berhögg við þetta ákvæði laganna að neita að skrifa undir kjarasamning nema Alþingi samþykki í lagabreytingar til að tryggja hagsmuni leigjenda?„Það er algjörlega undir mér sjálfum komið hvað ég skrifa undir og hvað ekki. Ég held að það sé af og frá. Við sem stéttarfélag samþykkjum bara þá samninga sem við erum sátt við. SA eru okkar viðsemjendur og ég sé ekkert athugavert við það að við gerum þá kröfu um að þessir hópar verði varðir í næstu kjarasamningum. Eins og ég sagði, ég mun ekki skrifa undir kjarasamning nema þessum hópum verði komið til bjargar, fólki á leigumarkaði og ég mun standa við það,“ segir Ragnar. En getur viðsemjandinn komið þessum hópi til bjargar? Þú talar um lagabreytingar en það er á forræði löggjafans að ráðast í þær. „Ég held að þegar kemur að húsnæðismálum þá erum við mjög samstíga með Samtökum atvinnulífsins, bæði með uppbyggingu á húsnæði og við erum að gera kröfu um aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga að þjóðarátaki í húsnæðismálum.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira