Elsti vopnaframleiðandi Bandaríkjanna í kröggum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 10:25 Remington hefur verið starfrækt í 202 ár. Vísir/Getty Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan. Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan.
Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira