Við eigum bara þessa einu jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 09:30 Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana. Krakkar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.
Krakkar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira